10 ráð til að líta vel út á myndum

Heidi Klum er er búin að æfa sig og veit …
Heidi Klum er er búin að æfa sig og veit hvaða vinklar virka fyrir hana. mbl.is/AFP

Með tilkomu myndavélasíma er maður í sífelldri hættu á að lenda fyrir framan myndavél og myndir af manni geta birst hvar og hvenær sem er á samfélagsmiðlum. Who What Were fór yfir hvað ber að hafa í huga ef maður vill líta sem best út á myndunum. 

1. Þekktu „góðu hliðina“

Margir eru meðvitaðir um hvaða hlið andlitsins myndast best. Samvæmt vísindalegri rannsókn er vinstri hliðin alla jafna „góða hliðin“. Ef manni er mikið í mun að myndast vel er ekki slæm hugmynd að æfa sig fyrir framan spegil. 

2. Hugsaðu um hvar þú stendur

Ekki er mælt með því að fólk standi mjög nálægt myndavélinni því þannig lítur maður út fyrir að vera stærri. Frekar er mælt með því að fólk staðsetji sig í línu með öðru fólki ef annað fólk er á myndinni. 

3. Rétta sjónarhornið

Það virkar vel fyrir marga að myndavélin sé staðsett lágt þannig að líkaminn virðist vera lengri og grennri á myndinni. 

4. Hallaðu aðeins

Ekki er mælt með því að andlitið vísi beint að myndavélinni. Gott ráð er að halla höfðinu aðeins. 

5. Gefðu ljósmyndaranum leiðbeiningar

Ef þú situr getur verið gott ráð að biðja þann sem tekur myndina að taka myndina ofan frá. Hallaðu síðan andlitinu þannig það vísi upp að myndavélinni. 

6. Klipptu myndina rétt

Ef þú er sá sem setur myndina á netið getur þú klippt myndina þannig til að líkaminn fylli út í myndina, það blekkir augað. 

7. Slakaðu á

Það er mælt með því að fólk slaki á þegar myndir eru teknar af því. Áður en myndin er tekin er hægt að loka augunum, anda djúpt, opna augun og brosa. 

8. Settu tunguna fyrir aftan tennurnar 

Til þess að ná góðu myndavélabrosi er gott ráð að festa tunguna á bak við tennurnar. Svo er bara að muna að brosa með augunum líka. 

9. Reyndu að forðast rauð augu

Að líta í ljós rétt áður en mynd er tekin gerir það að verkum að ljósopin dragast saman og hjálpar til að minnka líkur á rauðum augum. 

10. Leyniorð

Það er gott að eiga sér orð eins og sís sem hjálpar manni að ná fram einlægu brosi. 

Meghan Markle þekkir sína „góðu hlið“.
Meghan Markle þekkir sína „góðu hlið“. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál