Karlar flykkjast í varaaðgerðir

Harry Styles virðist vera síbrosandi.
Harry Styles virðist vera síbrosandi. mbl.is/AFP

Það eru ekki bara konur sem láta laga á sér varirnar, karlmenn gera það nú í síauknum mæli. Lýtalæknirinn Rian Maercks í Flórída í Bandaríkjunum framkvæmir svokallaðar „Macho munn-aðgerðir“ sem eru varaaðgerðir fyrir karla. 

Daily Mail greinir frá því að Maerks sjái mikla aukningu á meðal karla sem vilja láta laga varirnar sínar. Maerks telur að sjálfumenningin og stefnumótasmáforrit geri karlmenn meðvitaðri um andlitsdrætti sína. 

Brad Pitt er með flotta neðri vör.
Brad Pitt er með flotta neðri vör. mbl.is/AFP

Það er ekki langt síðan karlmenn fóru að fara í þessar aðgerðir segir lýtalæknirinn sem hefur gert aðgerðirnar í átta ár. Í fyrstu var hann að fá afar fáa karla á viku, jafnvel aðra hverja viku en nú er hann byrjaður að fá allt að fimm á dag. Hann segir að á aðeins nokkrum mánuðum hafi karlmannsvarafylling orðið vinsælasta aðgerðin á stofunni hans. 

Varaaðgerðirnar sem karlmennirnir eru að sækjast eftir eru frábrugðnar því sem konur sækjast eftir. Læknirinn segir karlmenn biðja oftast um varir eins og leikararnir Brad Bitt, Canning Tatum og Henry Cavill og tónlistarmaðurinn Harry Styles eru með. 

Henry Cavill þykir hafa fallegar varir.
Henry Cavill þykir hafa fallegar varir. mbl.is/AFP

Varir Styles eru eftirsóttar vegna munvikanna sem gerir það að verkum að það lítur út eins og hann sé alltaf hálfbrosandi.

Varir Tatum og Pitt eru síðan eftirsóttar vegna þess að neðri vörin er með ákveðna fyllingu en ólíkt konum sem vilja hafa efri vörina vel fyllta leggja karlmenn áherslu á neðri vörina. 

Henry Cavill er með eftirsóttustu varirnar en hann er með góða fyllingu í neðri vörinni en efri vörin er líka djúsí. 

Varir Channing Tatum eru á óskalista margra karlmanna.
Varir Channing Tatum eru á óskalista margra karlmanna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál