Sækir innblástur í eigin fatastíl

Ljósmynd/Saga Sig

Kolbrún Anna Vignisdóttir, flugfreyja og bloggari á lífsstílsvefnum femme.is, er hönnuður nýrrar Moss-línu sem seld er í Gallerí 17. Hún hefur brennandi áhuga á tísku og hönnun. Kolbrún Anna er 26 ára og býr í Vesturbænum ásamt kærasta sínum, Bjarna Þór, og hundinum Roskó. 

Þegar hún er spurð út í fatalínuna segir Kolbrún Anna að hún sé innblásin af hennar eigin fatastíl.  

„Hún er innblásin af mínum eigin fatastíl og spilar 70's tímabilið stóran þátt í línunni enda hefur sá tími alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Flíkurnar eru rómantískar, kvenlegar og elegant í bland með smá vintage- eða festival-yfirbragði,“ segir Kolbrún Anna. 

Línan inniheldur tólf mismunandi flíkur. 

„Allt frá samfellu yfir í rúskinnsloðkápu. Sumar flíkur koma í nokkrum litum og aðrar í takmörkuðu magni,“ segir hún. 

Þegar Kolbrún Anna er spurð að því hvað hrífi hana við fatahönnun segist hún vera mikið fyrir smáatriði. 

„Að mínu mati gera þau flíkina og búa til karakter,“ segir hún. 

Hvaða efni eru í mestu uppáhaldi hjá þér? 

„Ég er mjög hrifin af ull og rúskinni og eru þau efni áberandi í yfirhöfnunum í línunni.“

Jólin nálgast. Þegar Kolbrún Anna er spurð að því í hverju hún ætli að klæðast um jólin nefnir hún kjól. 

„Ég hugsa ég verði í rósóttum bundnum kjól úr línunni.“

Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál