Klæddi sig óviðeigandi á kryddpíuárunum

Fatastíll Victoriu Beckham hefur breyst töluvert á síðustu 20 árum.
Fatastíll Victoriu Beckham hefur breyst töluvert á síðustu 20 árum. skjáskot/Instagram

Victoria Beckham viðurkennir það í viðtali við desemberútgáfu breska Vogue að hún hafi klætt sig óviðeigandi þegar hún starfaði með kryddpíunum sem fína kryddið. Fatastíll söngkonunnar hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá. 

„Var ég með permanent sem var pínu ógeðfellt? Já. Klæddist ég skrítnum gallabuxum? Já,“ segir fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían um fatastíl unglingsáranna samkvæmt Daily Mail.

Hún segist hins vegar ekki hafa kætt sig óviðeigandi fyrr en hún byrjaði í Kryddpíunum. „Mamma mín hefði aldrei leyft mér að klæða mig svona,“ sagði Beckham í viðtalinu.  

Victoria Beckham segist hafa byrjað að klæða sig óviðeigandi á …
Victoria Beckham segist hafa byrjað að klæða sig óviðeigandi á Kryddpíuárunum. Skjáskot / Spice Girls

Fína kryddið var þekkt fyrir að klæðast þröngum og efnislitlum kjólum. Þrátt fyrir að fína kryddið hafi oft verið í stystu kjólunum klæddust allar kryddpíurnar efnislitlum fötum. Frú Beckham hefur áður sagt að þær hafi lítið út eins og karlmenn í dragi á tónlistarverðlaunahátíð seint á tíunda áratugnum vegna mikils farða.  

Beckham hefur breytt um stíl á síðustu tveimur áratugum og stjórnar nú tískuveldinu Victoria Beckham. Nú sést hún varla í flegnu og á mikið af síðum buxum, síðum pilsum og skyrtum. 

Kjólar Victoriu Beckham hafa síkkað.
Kjólar Victoriu Beckham hafa síkkað. mbl.is/AFP
Victoria Beckham í síðu pilsi úr eigin smiðju árið 2014.
Victoria Beckham í síðu pilsi úr eigin smiðju árið 2014. mbl.is/AFP
Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál