J-Lo heldur tryggð við rúllukragann

Jennifer Lopez klæðist oftar en ekki flíkum sem ná upp ...
Jennifer Lopez klæðist oftar en ekki flíkum sem ná upp í háls. mbl.is/AFP

Ef það er eitthvað sem einkennir fatastíl Jennifer Lopez þá eru það flíkur sem ná upp í háls. Söngkonan er hrifin af rúllukraganum þrátt fyrir að hún eigi eitt eftirminnilegasta og flegnasta dress allra tíma. 

Græni kjóllinn sem Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verlaunahátíðinni árið 2000 var svo fleginn það sást niður fyrir nafla söngkonunnar. Þrátt fyrir fyrir að sýna smá hold endrum og eins klæðist hún reglulega flíkum sem ná upp í háls. 

Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni.
Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni. mbl.is/AFP

Hún skartar oft glæsikjólum sem ná upp í háls líkt og hún gerði á Met Gala í vor. Stundum hylja kjólarnir allt hold og líkjast venjulegum rúllukragaflíkum en stundum fer hún óvenjulegar leiðir. Á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár klæddist hún kjól frá Ralph & Russo sem var vissulega fleginn en lokaði þó fyrir hálsinn. 

Alex Rodriguez mætti með Jennifer Lopez í kjól sem náði ...
Alex Rodriguez mætti með Jennifer Lopez í kjól sem náði upp í háls á Met Gala í vor. mbl.is/AFP
Flegnir kjólar geta líka verið lokaðir í hálsinn.
Flegnir kjólar geta líka verið lokaðir í hálsinn. mbl.is/AFP

Lopez er frá New York og þekkir því kuldann vel. Hún klæðist því gjarnan þykkum rúllukragapeysum og bolum á veturna. Svo lengi sem peysurnar ná upp í háls er í lagi að þær nái bara niður á nafla, séu ermalausir eða opnir á öxlunum. 

Næstu mánuðir verða líklega kaldir á Íslandi og því ekki svo slæm hugmynd að taka sér Lopez til fyrirmyndar og skella sér í rúllukragaflíkur.

Jennifer Lopez árið 2011 í rúllukragapeysu.
Jennifer Lopez árið 2011 í rúllukragapeysu. mbl.is/Cover Media
Rúllukraginn kemur sér vel í kuldanum í New York.
Rúllukraginn kemur sér vel í kuldanum í New York. skjákskot/E! Online
Einstaklega fallegur kjóll sem Lopez klæddist árið 2015.
Einstaklega fallegur kjóll sem Lopez klæddist árið 2015. mbl.is/AFP
Söngkonan Jennifer Lopez árið 2014.
Söngkonan Jennifer Lopez árið 2014. mbl.is/AFP
mbl.is

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

14:25 Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »

Klæddist þremur kjólum í brúðkaupinu

13:00 Serena Williams fékk Söruh Burton hjá Alexander McQueen til þess að hanna brúðarkjólinn sinn. Burton hannaði einnig brúðarkjól Katrínar hertogaynju. Meira »

Skvísuveisla á Garðatorgi

09:57 Það var glatt á hjalla þegar Baum und Pferdgarten-verslun var opnuð á Garðatorgi. Fötin hafa hingað til fengist í Ilse Jacobsen á Garðatorgi en nú er öll línan fáanleg í versluninni. Helstu skvísur landsins mættu í partíið. Meira »

Dragðu fram ljómann

08:00 Það sem einkennir góðar snyrtivörur er að þær nái að draga fram það besta í andliti konunnar. Þetta vita eigendur BECCA sem er splunkunýtt snyrtivörumerki hér á landi. Meira »

Jessica Biel með fimm sekúndna hártrix

Í gær, 23:59 Leikkonan Jessica Biel veit að það þarf ekki að vera með stífa hárgreiðslu til þess að líta vel út. Fylgihlutir geta heldur betur bjargað málunum. Meira »

Er gift manni en er ástfangin af konu

Í gær, 21:00 „Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.“ Meira »

Fimm á dag ekki nóg fyrir frú Trump

í gær Melania Trump er þekkt fyrir gæsilega framkomu enda fyrrverandi fyrirsæta. Forsetafrúin passar hvað hún setur ofan í sig og er ekki hrifin af tískumegrunarkúrum. Meira »

Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

Í gær, 18:00 Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu svo þú lítir betur út þegar þú ert borin saman við hina. Þetta er reyndar bara eitt ráð af mörgum til þess að láta þig líta út fyrir að vera meira aðlaðandi. Meira »

Á allt of mikið af snyrtivörum

í gær Tónlistarkonan Svala Björgvins er þekkt fyrir líflegan stíl og litríka förðun. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um förðunarrútínuna hennar. Meira »

Baráttan við ellina, hvað er til ráða?

í gær Það er aldrei of seint að fara hugsa um húðina því hún er jú stærsta líffærið okkar. Húðin þarf umhyggju og rétta meðhöndlun. Þegar við eldumst verða þarfirnar aðrar og taka þarf mið af því þegar húðvörur eru valdar. Meira »

Sambandsráð úr Hollywood

í gær Þó svo að flest hjónabönd í draumaborginni Hollywood endist illa þá eru sum sambönd sem virðast sterk og innileg. Stjörnurnar gáfu nokkur ráð sem nýtast pörum hvar í heiminum sem er. Meira »

Kate Moss notar engin leynitrix

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

í fyrradag Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Ljótustu skópör allra tíma

18.11. Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

18.11. Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »

Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

17.11. „Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert.“ Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

í fyrradag Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »

Berglind með gott partí

18.11. Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Jólapartí Stellu á Hverfisbarnum

18.11. Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí á dögunum en það var haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku. Teitið var haldið á Hverfisbarnum og var afar vel mætt. Meira »

Hallgrímur og Agla fögnuðu Fuglum

17.11. Íslenskir fuglar eru í forgrunni í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering. Henni var fagnað ákaft í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu í gærkvöldi. Meira »