J-Lo heldur tryggð við rúllukragann

Jennifer Lopez klæðist oftar en ekki flíkum sem ná upp …
Jennifer Lopez klæðist oftar en ekki flíkum sem ná upp í háls. mbl.is/AFP

Ef það er eitthvað sem einkennir fatastíl Jennifer Lopez þá eru það flíkur sem ná upp í háls. Söngkonan er hrifin af rúllukraganum þrátt fyrir að hún eigi eitt eftirminnilegasta og flegnasta dress allra tíma. 

Græni kjóllinn sem Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verlaunahátíðinni árið 2000 var svo fleginn það sást niður fyrir nafla söngkonunnar. Þrátt fyrir fyrir að sýna smá hold endrum og eins klæðist hún reglulega flíkum sem ná upp í háls. 

Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni.
Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni. mbl.is/AFP

Hún skartar oft glæsikjólum sem ná upp í háls líkt og hún gerði á Met Gala í vor. Stundum hylja kjólarnir allt hold og líkjast venjulegum rúllukragaflíkum en stundum fer hún óvenjulegar leiðir. Á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár klæddist hún kjól frá Ralph & Russo sem var vissulega fleginn en lokaði þó fyrir hálsinn. 

Alex Rodriguez mætti með Jennifer Lopez í kjól sem náði …
Alex Rodriguez mætti með Jennifer Lopez í kjól sem náði upp í háls á Met Gala í vor. mbl.is/AFP
Flegnir kjólar geta líka verið lokaðir í hálsinn.
Flegnir kjólar geta líka verið lokaðir í hálsinn. mbl.is/AFP

Lopez er frá New York og þekkir því kuldann vel. Hún klæðist því gjarnan þykkum rúllukragapeysum og bolum á veturna. Svo lengi sem peysurnar ná upp í háls er í lagi að þær nái bara niður á nafla, séu ermalausir eða opnir á öxlunum. 

Næstu mánuðir verða líklega kaldir á Íslandi og því ekki svo slæm hugmynd að taka sér Lopez til fyrirmyndar og skella sér í rúllukragaflíkur.

Jennifer Lopez árið 2011 í rúllukragapeysu.
Jennifer Lopez árið 2011 í rúllukragapeysu. mbl.is/Cover Media
Rúllukraginn kemur sér vel í kuldanum í New York.
Rúllukraginn kemur sér vel í kuldanum í New York. skjákskot/E! Online
Einstaklega fallegur kjóll sem Lopez klæddist árið 2015.
Einstaklega fallegur kjóll sem Lopez klæddist árið 2015. mbl.is/AFP
Söngkonan Jennifer Lopez árið 2014.
Söngkonan Jennifer Lopez árið 2014. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál