Að sofa á hliðinni hraðar öldrun húðarinnar

Jessica Alba er sögð þiggja ráð Sherill.
Jessica Alba er sögð þiggja ráð Sherill. mbl.is/AFP

Hjúkrunarfræðingurinn Jamie Sherill er húðsérfræðingur sem ráðleggur stjörnum á borð við Kardashian-systurnar, leikkonurnar Jessicu Alba og Kristen Dunst. 

Sherill segir í viðtali við Daily Mail að það séu nokkur ráð sem fólk getur notað þegar það vill halda húðinni fallegri og forðast hrukkur. Hér er listinn yfir það sem Sherill vill að fólk varist. 

Sofa á hliðinni

Sherill segir að á eftir útfjólubláum geislum og reykingum sé það að sofa á hliðinni það versta sem fólk getur gert ef það vill koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Gott er að sofa á satín koddaveri og sofa á kodda sem fær mann til þess að liggja á bakinu. 

Of mikil flysjun

Hún segir að við þurfum að kom fram við húðina eins og silki, ekki leður. Ef sífellt er verið að flysja eldri húðfrumur af hefur húðin litla vernd. 

Sofa með farðann

Húðin er stærsta líffærið og það þarf að koma vel fram við hana. Það þarf að hugsa um hvað maður borðar og hirða vel um andlitið með því til dæmis að þrífa af sér farða á kvöldin. 

Puttana í farðann

Hún mælir með því að fólk noti sérstök tól til þess að bera á sig farða í stað puttanna. 

Ekki gleyma augnkreminu

Ekki má gleyma augunum og mælir hún því að fólk noti augnkrem kvölds og morgna á eftir rakakremi. Gott er að nudda því á með baugfingri. Hún mælir jafnvel með því að nota kremið kalt með því að geyma það inni í ísskáp. 

Lýtaaðgerir

Margir fara í lýtaagerðir til þess að líta unglega út er hætta er á þveröfugum áhrifum með því að láta eiga of mikið við sig. 

Varanlegur farði

Sherill mælir ekki mað varanlegum farða eins og húðflúruðum augabrúnum. 

Khloe Kardashian og Kim Kardashian þiggja ráð Sherill.
Khloe Kardashian og Kim Kardashian þiggja ráð Sherill. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál