Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu sem er mjög óánægð eftir að hafa farið í augnlokaaðgerð. 

Sæl Þórdís.

Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu. Þetta er erfitt svæði að sminka og hef ég nánast gefist upp á því (enda ofnæmisgjörn og með sérstaklega viðkvæm augu). Læknirinn, sem gerði aðgerðina, brást við með algeru áhugleysi þegar ég reyndist ekki vera sátt við árangurinn. Ég bjóst við annars konar viðbrögðum og vonaði að hann gæti gert eitthvað til að minnka skaðann eða að minnsta kosti vísað mér á einhvern, sem gæti lagað þessi hræðilegu ör. Mér skilst á húðlækni að vegna staðsetningar (við augun) sé leiser ekki valkostur. Ég hef látið mér detta í hug að endurtaka aðgerðina hjá öðrum lýtalækni ef það gæti komið að gagni. Eins hef ég velt þvi fyrir mér hvort hægt sé að sprauta einhverju af þessum fyllingarefnum, sem lýtalæknar bjóða upp á í örin/skurðina - og jafnvel undir húðina í kring, þar sem roðinn er mestur. Er lífið búið - eða er einhver meðferð/aðgerð sem þú veist að getur komið að gagni og lagfært roðann og örin?

 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna þína.

Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra af þessum óförum þínum og skil vel að þér líði illa með þetta. Eins og þú lýsir þessu er engin einföld lausn til, annars hefði lýtalæknirinn þinn örugglega bent þér á hana.

Hvort hægt sé að framkvæma aðgerðina aftur eða ekki verður lýtalæknir að meta, það ætti hugsanlega að vera hægt á örunum undir augunum nær augnháralínunni, þá verða þau minna áberandi. Rauðleita húðin umhverfis augun myndi ég stinga upp á setja örlítið af þinni eigin fitu eða s.k. fituflutningur (lipofilling) undir húðina. Það ætti að minnka roðann. Ef örin eru ójöfn til hliðar þá ætti að vera hægt með smá aðgerð að lagfæra það.

Ég ráðlegg þér að panta tíma á stofu og fá álit annars lýtalæknis varðandi þitt vandamál.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir Dea medica.

p.s. lífið er ekki búið. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál