Virkar vel til að hægja á öldrun

Karen Jóhannsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Sisco snyrtistúdíos er sérfróð um Dermatude-meðferðina sem sögð er vinna gegn öldrunareinkennum húðar, litabreytingum auk þess að gefa húðinni aukinn ljóma.

„Dermatude Metatherapy er virkasta meðferðin á snyrtifræðimarkaðnum í dag en hún gengur út á það að við notum örfínar nálar til að búa til flutningsleið fyrir virk efni. Það er einungis unnið í efsta lagi húðarinnar, ekki nógu langt til þess að stungið sé til blóðs, heldur einfaldlega nógu langt til að komast að lifandi frumum. Húðin skynjar umrædd göng sem áverka, en við það örvast kollagen- og elastínframleiðsla. Við berum einnig virk efni á húðina sem berast í gegnum áðurnefnd göng, komast þannig dýpra en annars og vinna þar af leiðandi betur,“ segir Karen og bætir við að það fari eftir hverjum og einum hvaða virku efni séu notuð í meðferðinni. Sum séu rakagefandi og uppbyggjandi, önnur sporni gegn litabreytingum og enn önnur geri það að verkum að húðin verður stinnari.

„Meðferðin virkar fyrir alla, til að mynda er hún frábær fyrir fólk með rósroða. Fyrst og fremst er þetta þó meðferð gegn öldrunareinkennum húðar, þó hún hafi marga aðra kosti í för með sér svo sem aukinn ljóma og raka,“ segir Karen og þvertekur fyrir að örvefur geti myndast eftir meðferðina, enda vinni nálarnar ávallt á öruggri dýpt.

„Við erum bara í yfirhúðinni, og rétt kroppum í efsta lagið á leðurhúðinni. Þá er engin hætta á ferðum. Þetta er einnig sársaukalaus meðferð, sumir finna fyrir titringi, en snyrtifræðingur getur alltaf hækkað eða lækkað nálarnar. Við stillum nálarnar á meðan meðferð stendur, enda er húðin á enninu til dæmis mun þynnri heldur en annars staðar á andliti,“ segir Karen. En hverju skilar meðferðin?

„Hún skilar miklu þéttari og sléttari húð. Við náum að vinna á bæði djúpum og fínum línum, en það er einnig hægt að vinna á litabreytingum sem angra fjölmargar konur. Margir sjá árangur eftir eitt skipti, en það er algengt að fólk komi til okkar ef það er að fara á árshátíð eða í brúðkaup til að hressa upp á húðina. Við mælum þó með átta skiptum til þess að fólk sjái fullan árangur,“ segir Karen og bætir við að áhrifin komi svo til strax í ljós.

„Þó fólk sjái oft ekki árangur á línunum eftir fyrstu meðferð finnur það að húðin verður stinnari og fær aukinn raka. Margir koma í prufutíma og ákveða í kjölfarið að kaupa heilan kúr því þeir finna strax mun.“

Karen er að sjálfsögðu búin að reyna meðferðina á eigin skinni og líkar vel. Þess að auki notast hún við Dermatude-húðvörurnar, sem gefið hafa góða raun.

„Vörurnar má nota þótt maður sé ekki í meðferðinni, en þetta er ofboðslega góð andlitslína við allra hæfi. Þetta eru mjög virkar vörur sem við á stofunni erum afar hrifnar af. Ég er sjálf með rósroða sem ég næ að halda niðri með þessu.“

Í lokin leikur blaðamanni forvitni því hvort stöllurnar á Sisco séu hreinlega ekki hættar að eldast, og ekki stendur á svörum.

„Jú, jú, löngu hættar,“ segir Karen og skellir upp úr.

Karen Jóhannsdóttir, snyrtifræðingur.
Karen Jóhannsdóttir, snyrtifræðingur. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál