Allir á eftir kápunni og heimasíðan hrundi

Heimasíða Line the Lebel hrundi eftir að myndir birtust af …
Heimasíða Line the Lebel hrundi eftir að myndir birtust af Meghan Markle í hvítu kápunni. mbl.is/AFP

Hvítar kápur eru að gera allt vitlaust um þessar mundir. Beyoncé klæddist hvítri kápu á dögunum og Meghan Markle bættist svo í hópinn og klæddist hvítri kápu þegar hún og Harry Bretaprins voru mynduð eftir að tilkynnt var um trúlofun þeirra. 

Kápan sem Markle klæddist var frá kanadíska merkinu Line the Lebel en eftir að myndirnar birtust hrundi heimasíða merkisins. Fortune segir kápuna kosta 799 kanadíska dollara eða um 65 þúsund íslenskra króna. Kápan er að sjálfsögðu uppseld en kemur líka í bleikum tón. 

John Muscat sem tók meðal annars þátt í því að stofna merkið segir að aðstandendur merkisins dáist að stíl Markle. „Við vitum að þessi kápa er ein af hennar eftirlætisflíkum þannig að við höfum formlega ákveðið að breyta nafninu í the Meghan,“ sagði hann í yfirlýsingu um nýtt nafn kápunnar. 

Kápa Meghan Markle er klassísk.
Kápa Meghan Markle er klassísk. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál