Hjólaskautar hafa aldrei verið jafnsmart

Hjólaskautarnir gerast ekki flottari.
Hjólaskautarnir gerast ekki flottari. ljósmynd/Colette

Franska verslunin Colette í París lokar endanlega dyrum sínum í lok desember eftir 20 ár. Búðin sem selur vörur frá þekktum merkjum fékk franska tískuhúsið Saint Laurent til þess að hanna fyrir sig línu vegna lokunarinnar. Í línunni má meðal annars finna einstaka hjólaskauta. 

Samkvæmt Elle mun Saint Laurent einmitt taka við húsinu sem Colette er í og því afar viðeigandi að þeir hanni hátíðarlínuna. Hlutirnir í línunni eru allt frá því að vera stuttermabolir og veski yfir í hjólabretti, vespur, kveikjara auk hjólaskautanna umtöluðu. 

Hjólaskautarnir sem einnig fást í svörtu kosta tæpar 2.000 evrur eða tæpar 250 þúsund íslenskar krónur. Hjólaskautarnir ættu að passa hvaða tískudívu sem er. 

Hver væri ekki til í að renna sér um á …
Hver væri ekki til í að renna sér um á þessum? ljósmynd/Colette
Skautarnir eru líka til í svörtu.
Skautarnir eru líka til í svörtu. ljósmynd/Colette
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál