Fer í óvenjulegar andlitsmeðferðir

Meghan Markle hugsar vel um húðina.
Meghan Markle hugsar vel um húðina. mbl.is/AFP

Meghan Markle unnusta Harry Bretaprins passar vel upp á húðina sína og hefur farið í andlitssnyrtingu frá því hún var aðeins 13 ára. Í London heldur hún upp á snyrtistofu Nichola Joss sem nuddar andlitið inann frá. 

Í gömlu viðtali segir Meghan að mamma hennar hafi snemma byrjað að tala um mikilvægi góðrar húðumhirðu. Auk þess að fara reglulega í andlitssnyrtingu passar hún upp á það að drekka nóg af vatni og bera á sig sólarvörn. 

Joss er þekkt fyrir að meðhöndla stjörnur á borð við Kate Moss, Scarlett Johansson, Hilary Swank, Gisele Bundchen og Gwyneth Paltrow. Hjá Joss fer Meghan í andlitssnyrtingu þar sem snyrtifræðingur nuddar andlit hennar. Húðina er nuddað innan frá sem og utan og minnir snyrtifræðingurinn á tannlækni að störfum. Eins og sést á meðfylgjandi myndbani er snyrtifræðingurinn með puttana inn í munni manneskjunnar og nuddar andlitið þannig. 

Hvert skipti tekur klukkustund og kostar 250 pund eða rúmar 25 þúsund krónur. Það er þó ekki allt rándýrt sem Meghan notar en hún hefur gefið það út að hún sé hrifin af vörum frá Nivea. 

Meghan segir að Nichola Joss hafi sýnt henni hvernig hún geti nuddað andlitið heima og segir hún það virka það vel að á þeim dögum sem hún gerir það segir hún kinnbeinin og kjálkalínuna líti betur út. 

Joss hefur gefið út leiðbeiningar fyrir heimanudd sem hún mælir með á Instagram og er ekki ólíklegt að heimaaðferir Meghan séu svipaðar. 



Meghan Markle er flutt til London og því stutt fyrir …
Meghan Markle er flutt til London og því stutt fyrir hana að fara í snyrtingu til Nicholu Joss. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál