Förðun sem gefst ekki upp

„Það er ekki óalgengt að verkefnin séu fleiri í desember en aðra mánuði. Gjarnan er planað að hittast yfir jólabjór eftir vinnu, hlaupið á síðustu stundu í leit að jólagjöfum og svo er búið að raða upp jólaboðum til að tryggja að maður liggi ekki á sófanum í fríinu með aðra höndina í konfektkassanum og hina á fjarstýringunni. Þó andlega hliðin sé kannski korteri frá uppgjöf í þessu brjálæði er ágætt að vita að förðunarvörurnar gefast ekki upp. Ég ákvað því að kíkja til Berglindar Stellu Benediktsdóttur, förðunarfræðings Urban Decay, og hún sýndi mér hvernig hægt er að framkalla skothelda förðun með sérlega langvarandi förðunarvörum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni í sinni nýjustu umfjöllun: 

FARÐI

Berglind byrjaði á því að bera YSL All Hours-farðagrunninn á andlitið en hann mattar húðina, dregur úr glans og sléttir ásýnd yfirborðsins. Næst notaði hún YSL All Hours Full Coverage Matte Foundation en hann er tiltölulega þunnur farði sem veitir góða þekju og þegar hann þornar á húðinni verður hann mattur. Farðinn á að endast í allt að 24 klukkustundir sem ég hef ekki ennþá getað prófað en á mér entist hann mjög vel allan daginn þó smá glans hafi verið kominn á húðina eftir um 4 klukkustundir. All Hours-farðagrunnurinn er ekki nauðsynlegur en lengir þó töluvert endingu farðans. 

Farði

YSL All Hours Primer, 6.590 kr., YSL All Hours Full Coverage Matte Foundation, 6.590 kr., YSL All Hours Blender, 2.490 kr.

MÓTUN

Eftir stanslausa drykkju og almennt ofát í desember getur það reynst nauðsynlegt að kunna að skyggja andlitið til að geta skafað af því um fimm kíló til eða frá skyldi t.d. einhver bíta á agnið á Tinder. Þar mun Urban Decay Naked Skin Shapeshifter-andlitspallettan bjarga okkur en öðru megin inniheldur hún ljómapúður, mattandi púður, skyggingarpúður og sólarpúður og hinu megin eru kremkenndar formúlur til að skyggja, lýsa og skapa ljóma ásamt litaleiðréttingu undir augunum. Ljómapúðrið í þessari pallettu er stórkostlegt og sömuleiðis virkar litaleiðréttingin og hyljarinn vel undir augun. Með þessa pallettu í veskinu eru allir vegir færir. Pallettan var notuð á andlitið, undir augun og einnig í augnförðunina. Afterglow-kinnaliturinn í litnum Fetish var svo notaður til að fá lit aftur í andlitið.

shapeshifter-master

Urban Decay Naked Skin Shapeshifter, 6.999 kr.

c108bdcadeffc9ae1d6639a828150756--urban-decay-blush-makeup-blush

Urban Decay Afterglow 8 Hour Powder Blush (Fetish), 3.790 kr.

AUGNFÖRÐUN

Til að tryggja endingu augnförðunarinnar byrjaði Berglind á því að nota augnskuggagrunn frá Urban Decay sem nefnist Primer Potion en sá grunnur kemur í nokkrum náttúrulegum litum og má þess vegna nota sem augnskugga. Naked Skin Shapeshifter-pallettan var að mestu notuð í augnförðunina, enda býr hún yfir öllu sem til þarf, en til að skyggja augun meira var að auki notaður augnskuggi frá Urban Decay í litnum Twice Baked. Hinn stórkostlega fallegi 24/ Glide-On Eye Pencilfrá Urban Decay í litnum Bourbon var notaður til að móta augun og til að fá skemmtilega tilbreytingu var grænblár augnblýantur í litnum Junkie notaður á vatnslínuna en hægt er að nota hinu ýmsu liti innan á vatnslínuna til að framkalla skemmtilega tilbreytingu. Förðunin var sett á í hádeginu og um kvöldið leit augnförðunin nákvæmlega eins út. 

Augnförðun2

Augnförðun sem endist.

Augnfarði
Urban Decay Eyeshadow (Twice Baked), 2.699 kr., Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil (Bourbon), 2.699 kr., Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil (Junkie), 2.699 kr., og Urban Decay Eyeshadow Primer Potion, 2.899 kr.

Við notuðum einn af uppáhalds möskurunum mínum þessa dagana en það er Helena Rubinstein Lash Queen Wonder Blacks. Maskarinn veitir augnhárunum mikla þéttingu og lengingu en á sama tíma vinnur formúlan að því að næra og örva hárvöxt augnháranna yfir lengri tíma. Augabrúnirnar voru mótaðar með Anastasia Beverly Hills Brow Wiz og svo aðeins þéttar meira með skyggingapúðrinu úr Naked Skin Shapeshifter-pallettunni (ég var ekkert að grínast með það að þessi palletta gengur í öll verk).

Augnfarði2

Anastasia Beverly Hills Brow Wiz, 3.990 kr., Helena Rubinstein Lash Queen Wonder Blacks, 5.199 kr.

VARIR

Sjálf nota ég oft varalitablýanta sem varaliti því þeir endast talsvert lengur á vörunum og má þar sérstaklega nefna varalitablýantana frá Shiseido, Kat Von D, Urban Decay og fleirum. Hinsvegar prófaði ég núna í fyrsta sinn Vice-varalitina frá Urban Decay og var mjög hrifin. Fyrst setti Berglind á mig litinn Ravenswood (Cream-formúla) og svo bætti ég á varirnar síðar um daginn litnum Backtalk (Comfort Matte-formúla). Varalitirnir eru þéttir í sér, nærandi og lita- og áferðarúrvalið er framúrskarandi.

Varalitir

Urban Decay Vice Lipstick (Ravenswood og Backtalk), 2.799 kr.

Eins og fyrr segir farðaði Berglind mig í hádeginu og um kvöldið var augnförðunin eins og nýásett og meira að segja var augnblýanturinn í vatnslínunni á sínum stað. Skygging andlitsins, kinnaliturinn og ljóminn var allt á sínum stað þó húðin hafi reyndar verið orðin frekar mikið glansandi en allar vörurnar, sem settar voru ofan á hana, voru á sínum stað svo farðinn sem slíkur hélst vel á þó náttúrulegar olíur húðarinnar voru komnar í gegn. Varalitirnir entust mjög vel og ég mæli heilshugar með þeim. Stjarna förðunarinnar var klárlega Urban Decay Naked Skin Shapeshifter-pallettan sem allir ættu að geta notað og er tilvalin sem jólagjöf til dæmis.

Fylgstu með bakvið tjöldin:
Snapchat: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál