Í 70 þúsund króna kápu

Katrín var í síðri og þykkri kápu en Vilhjálmur Bretaprins …
Katrín var í síðri og þykkri kápu en Vilhjálmur Bretaprins var bara í jakka. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja klæddist hlýrri vetrarkápu frá einu af sínum uppáhaldsmerkjum, L.K. Bennett, þegar hún og Vilhjálmur Bretaprins heimsóttu Manchester á dögunum. Vilhjálmur var bara í jakkafötum og því ekki eins vel klæddur. 

Hertogaynjan klæðist oft fötum frá íslenskættaða merkinu og kostaði þessi klassíska kápa 495 pund eða tæpar 70 þúsund íslenskar krónur. Undir kápunni var hún í stuttum rauðum kjól frá Goat en hertogaynjan hefur mikið sést í fötum með merkinu eftir að hún varð ólétt. 

Um leið og þykkar dúnúlpur eru að verða sífellt vinsælli eru síðar vetrarkápur vinsælar hjá þeim í kóngafjölskyldunni en í síðustu viku klæddist verðandi svilkona Katrínar, Meghan Markle, síðri svartri vetrarkápu. 

Katrín hertogaynja í kápunni góðu.
Katrín hertogaynja í kápunni góðu. mbl.is/AFP
Rauði kjóllinn fór hertogaynjunni vel.
Rauði kjóllinn fór hertogaynjunni vel. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál