10 bestu maskararnir

mbl.is/ThinkstockPhotos

Alltaf erum við í leit að hinum fullkomna maskara en það er vissulega persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Nokkrir maskarar þykja þó skara fram úr og njóta alltaf mikilla vinsælda.

Guerlain Maxi Lash So Volume, 4.799 kr.

Veitir augnhárunum mikla lengd, eykur umfang þeirra og greiðir þau vel í sundur. Formúlan inniheldur olíur sem veitir kolsvarta, gljámikla áferð og helst vel á augnhárunum án þess að klessast eða renna til.

Chanel Le Volume De Chanel, 4.999 kr.

Einstök hönnun burstans er eins og snjókorn í laginu með stuttum og löngum hárum til skiptis sem veita augunum opnari ásýnd. Helst mjög vel á augnhárunum og greiðir þau vel.

YSL Volume Effet Faux Cils, 4.499 kr.

Klassískur maskari sem þéttir augnhárin mikið og eykur umfang þeirra. Inniheldur B5-vítamín.

MAC Upward Lash, 4.190 kr.

Sérlega áhugaverður bursti sem nær í alla króka og kima en sléttir fletir á honum setja mikið af maskaraformúlunni við rót augnháranna sem veitir mikla skerpu og góða krullu.

Bobbi Brown Smokey Eye Mascara, 4.799 kr.

Kolsvartur maskari sem rennur fyrirhafnarlaust yfir augnhárin og veitir þeim lengd og aukið umfang.

 Helena Rubinstein Lash Queen Wonder Blacks, 4.599

 

Formúlan þykkir og lengir augnhárin við fyrstu notkun en einnig til lengri tíma því hún er hönnuð til að örva vöxt augnháranna.

Lancôme Hypnôse Volume-à-porter, 4.499 kr.

Fínlegur og nákvæmur burstinn greiðir augnhárin vel og þar sem burstahausinn er mjórri á endanum er auðvelt að ná til augnháranna í augnkrókunum.

Chanel Inimitable Intense, 4.999 kr.

Þykkir augnhárin, greiðir þau vel og lengir.

YSL Volume Effet Faux Cils Babydoll, 4.699 kr.


Einkaleyfisvarin formúla sem eykur umfang augnháranna og helst á í allt að 24 klukkustundir. Burstinn er hannaður til að henta öllum gerðum augnhára.

MAC In Extreme Dimension, 4.190 kr.

Formúlan skapar aukinn léttleika og inniheldur örtrefjar sem skapa þéttleika og auka lengd augnháranna. Burstinn er sérstaklega hannaður fyrir nákvæma ásetningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál