Þægilegustu jólafötin!

Sunneva Ása Weisshappel.
Sunneva Ása Weisshappel. Ljósmynd/Benni Valsson

Um helgina kynna félagasamtökin Tau frá Tógó nýja hönnun eftir Helgu Björnsson fatahönnuð, blússu sem er saumuð á heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Tógó. Ljósmyndarinn Benni Valsson, sem hefur myndað helstu stjörnur heims eins og Bruce Willis, Leonardo diCaprio, Naomi Watts og Audrey Tautou, myndaði átta íslenskar listakonur í blússunni.

Listakonurnar gáfu tíma sinn og fegurð í verkefnið. Má þar meðal annars sjá Snæfríði Ingvarsdóttur leikkonu og Sunnevu Ásu Weisshappel sem báðar eru að gera frábæra hluti í leikhúsunum þessa dagana. Einnig eru þarna Magano Katrina Shiimi Ásmundsson sem keppir fyrir Íslands hönd í maraþonhlaupum víða um heim, Margréti Blöndal myndlistarkonu og Brynhildi Karlsdóttur, söngkonu Hormóna, einnar af vinsælli hljómsveitum landsins. 

Blússan er hönnuð þannig að hægt er að nota hana sem kjól, skyrtu, mussu eða blússu við gallabuxurnar, leggings eða berleggja allt ef persónu hvers og eins.

Elva María Káradóttir, sníðameistari og hönnuður, sem starfar m.a. með Chanel og Ninu Ricci í París fór með forsvarsmönnum Tau frá Tógó til saumastofunnar núna í vor til að tryggja að blússurnar yrðu saumaðar eins og ætlast var til.

Blússan sem og aðrar vörur Tau frá Tógó verður seld í hönnunarversluninni Akkúrat, Aðalstræti 2, núna helgina 9.-10. desember og verður aðeins þessi eina sending seld af þessum blússum, þ.e. ekki stendur til að framleiðar aftur. Blússan er seld án álagningar og allur ágóði fer beint í að styrkja munaðarlaus börn á heimili systur Victorine í Aného Tógó til náms.

Ljósmynd/Benni Valsson
Brynhildur Karlsdóttir.
Brynhildur Karlsdóttir. Ljósmynd/Benni Valsson
Ljósmynd/Benni Valsson
Ljósmynd/Benni Valsson
Snæfríður Ingvarsdóttir.
Snæfríður Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Benni Valsson
Ljósmynd/Benni Valsson
Margrét Blöndal.
Margrét Blöndal. Ljósmynd/Benni Valsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál