Eftirlætismaskari Lilju Ingva

Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari í Sporthúsinu er með augnháralengingar en heldur …
Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari í Sporthúsinu er með augnháralengingar en heldur þó tryggð við uppáhaldsmaskarann sinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. 

„Better than Sex-maskarinn frá Too Faced er í uppáhaldi. Ég keypti hann í Sephora-snyrtivöruverslun erlendis og hann er mjög góður, eins og nafnið gefur til kynna. Hann helst rosalega vel á, smitar ekki, hrynur ekki af og litar augnhárin þétt og vel án þess að það komi klessur. Síðan er ekkert mál að hreinsa hann af augnhárunum, en ég er með augnháralengingu og þarf að hreinsa varlega af,“ segir Lilja sem haldið hefur tryggð við maskarann í um það bil ár.

Þegar Lilja er spurð hvort gæði og verð fari alltaf saman þegar kemur að snyrtivörum segist hún hafa fundið ódýrar snyrtivörur sem gefa hinum dýrari ekkert eftir.

Better than Sex maskarinn frá Too Faced er í miklu …
Better than Sex maskarinn frá Too Faced er í miklu uppáhaldi hjá Lilju.

„Gæði og verð haldast ekki alltaf í hendur, en oftar en ekki eru dýrari vörur með betri innihaldsefnum. Ég fer aldrei í mjög ódýrar snyrtivörur þar sem innihaldsefnin þar eru frekar léleg, en held mig við snyrtivörur sem eru á sanngjörnu verði og fá góða dóma,“ segir Lilja og bætir við að hún velji vörur án parabena, auk þess sem hún forðast vörur sem innihalda afar virk efni.

„Ég hef fengið ofnæmi fyrir mjög virkum efnum og sumum jurtum. Ég skoða innihaldsefnin vel og kaupi ekkert nema ég fái prufur af því. Ég hef verið mjög dugleg að prófa nýjungar í gegnum árin og fylgist vel með hvað er að gerast,“ segir Lilja, en hvaða vörumerki skyldu vera í uppáhaldi?

„Núna er ég mjög hrifin af Guinot og Dr. Organic í kremum og andlitsmeðferðum. Ég er alæta á förðunarvörur og á allt þar milli himins og jarðar og er ekkert að halda mig við eitt merki. Becca, Too Faced, Naked, Bobby Brown, Mac, L'oreal, Anastasia og fleira. Er eins og krakki í nammibúð þegar ég kíki í slíkar verslanir. Elska það.“

mbl.is/Stella Andrea
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál