Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

Birgitta Haukdal var tískufyrirmynd fjölmargra stúlkna á Írafárs-árunum.
Birgitta Haukdal var tískufyrirmynd fjölmargra stúlkna á Írafárs-árunum. Samsett mynd

Miðarnir streyma út á 20 ára afmælistónleika Írafárs í Hörpu næsta sumar. Birgitta Haukdal, stjarna sveitarinnar, vakti ekki bara athygli fyrir ljúfa tóna heldur líka skemmtilegan fatastíl. Smartland leit yfir stíl Birgittu á Írafárs-árunum. 

Fatastíll Birgittu á Írafárs-árunum var eftirtektarverður og voru margar ungar stúlkur sem litu upp til Birgittu. Margt í fataskáp Birgittu á þessum árum kom úr tískuvöruversluninni Kiss í Kringlunni en búðin hætti fyrir tæpum þremur árum. 

Birgitta sem var sólbrún og sælleg allan ársins hring er og var dökkhærð en á þessum árum skartaði hún oft stórum og miklum ljósum strípum.

Birgitta notaði mikið hatta og húfur á tónleikum. Þegar Birgitta var sem vinsælust var netatískan í hámarki og átti Birgitta meðal annars netagrifflur og boli. 

Birgitta og þáverandi kærasti hennar Hanni Bachman.
Birgitta og þáverandi kærasti hennar Hanni Bachman. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
Birgitta Haukdal söng með hatt á útgáfutónleikum Allt sem ég …
Birgitta Haukdal söng með hatt á útgáfutónleikum Allt sem ég sé. mbl.is/Jim Smart
Birgitta með húfu og skrautlegar stípur ásamt Hreimi úr Landi …
Birgitta með húfu og skrautlegar stípur ásamt Hreimi úr Landi og sonum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Birgitta var vinsæl með sítt hár og strípur.
Birgitta var vinsæl með sítt hár og strípur. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
Ælti Birgitta verði í netabol í Hörpu næsta sumar?
Ælti Birgitta verði í netabol í Hörpu næsta sumar? mbl.is/Jim Smart
Birgitta var þekkt fyrir fylgihluti sína.
Birgitta var þekkt fyrir fylgihluti sína. mbl.is/Jim Smart
Birgitta Haukdal í sinni frægustu stellingu. Beltið er einkennandi fyrir …
Birgitta Haukdal í sinni frægustu stellingu. Beltið er einkennandi fyrir stíl Birgittu á Írafárs-tímanum. mbl.is/Árni Torfason
Birgitta Haukdal var brún og sælleg allan ársins hring þökk …
Birgitta Haukdal var brún og sælleg allan ársins hring þökk sé einhverju öðru en íslensku sólinni. mbl.is/Árni Sæberg
Birgitta með eina af sínum mörgu grifflum.
Birgitta með eina af sínum mörgu grifflum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birgitta Haukdal og Jónsi á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þessi loðstígvél eru …
Birgitta Haukdal og Jónsi á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þessi loðstígvél eru toppurinn á dressi sem er í uppáhaldi hjá Smartlandi. mbl.is/Árni Torfason
Höfuðföt Birgittu voru mörg.
Höfuðföt Birgittu voru mörg. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál