Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

Þeir Harry og Vilhjálmur munu líklegast ekki verða hárprúð gamalmenni.
Þeir Harry og Vilhjálmur munu líklegast ekki verða hárprúð gamalmenni. mbl.is/AFP

Kóngafólk er bara mannlegt eins og annað fólk og er því kannski ekki skrítið að hár Bretaprinsanna Vilhjálms og Harrys sé farið að þynnast töluvert. Vilhjálmur hefur lengi verið þekktur fyrir hárleysið en nú er yngri bróðir hans einnig farinn að missa hárið. 

Harry sem er ekki nema 33 ára virðist gjarnan vera með hnausþykkan lubba á hárinu en það eru líklega rauðu krullurnar sem villa um fyrir fólki. Þegar þeir bræður minntust Grenfall-brunans í London var tekin mynd af bakhlið Harrys þar sem sést að yngri prinsinn skartar myndarlegum skalla. 

Harry virðist vera harprúður frá þessu sjónarhorni.
Harry virðist vera harprúður frá þessu sjónarhorni. mbl.is/AFP

Harry á þó langt í land með að ná Vilhjálmi bróður sínum. Vilhjálmur sem er ekki nema tveimur árum eldri en Harry, 35 ára, hefur lengi vel skartað afar þunnu hári. Ef fram heldur sem horfir stefnir í að prinsarnir verði ekki hárprúð gamalmenni. 

Hárið er farið að þynnast en er þó grátt og …
Hárið er farið að þynnast en er þó grátt og fallegt. mbl.is/AFP

Karl Bretaprins, faðir prinsanna, verður sjötugur á næsta ári en eins og sjá má skartar hann fallegu gráu hári sem er þó farið að þynnast. Hann er með smá skallablett á höfðinu en ekkert í líkindum við það hárleysi sem sonur hans Vilhjálmur glímir við. 

Spurning hvort faðir Díönu prinsessu hafi verið hárlítið gamalmenni en oft er því haldið fram að karlmenn erfi hárgenin frá móðurafa sínum. 

Hér sést rétt glitta í smá skalla á höfði Karls …
Hér sést rétt glitta í smá skalla á höfði Karls Bretaprins. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál