Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta.

Chanel N°5 Fragments D’Or

Ilmur sameinaður gulli Hinn goðsagnarkenndi ilmur númer fimm frá Chanel kemur nú í formi líkamsgels sem inniheldur ekta gullagnir til að veita húðinni ljóma. Fullkomið til að bera á bringu, axlir eða aðra staði sem ættu að ljóma og ilma vel í senn. Þess má geta að sumir snyrtipinnar nota Fragments D’Or sem heimilisskraut þar sem hún þykir á köflum of falleg til að nota.

Verð: 13.701 kr. (Lyf & Heilsa, Kringlunni)

Aveda Stress Fix húðvörur

Stress Fix-línan frá Aveda inniheldur blöndu af lífrænum ilmkjarnaolíum sem rannsóknir sýna að minnki streitu. Línan inniheldur líkamskrem, baðsalt og olíu til að ilma að sér. Örugglega ófáir sem þurfa á þessu að halda yfir hátíðarnar.

Verð frá 3.995 kr.

Urban Decay Naked Vault Vol. IV

Þetta er líklega draumajólagjöfin í ár en þessi ofurkassi frá Urban Decay inniheldur þrjár Naked-augnskuggapallettur, sex varaliti og þrjá varalitablýanta. Allir litirnir eru sérstaklega valdir til að passa saman fyrir mismunandi farðanir.

Verð: 33.999 kr.

Guerlain Mon Guerlain gjafakassi

Mon Guerlain-gjafakassinn er sérlega skemmtilegur því honum fylgir einn allra besti maskarinn á snyrtivörumarkaðnum í dag. Góð kaup og gjöf sem mun slá í gegn.

Verð: 13.199 kr.

HH Simonsen Boss Hair Dryer Gold

Þegar Boss-hárblásarinn frá HH Simonsen hefur verið prófaður veltir fólk því gjarnan fyrir sér hvað það hefur verið að gera alla ævi sína með aðra hárblásara, svo magnaður er hann. Sú manneskja sem fær þennan hárblásara í jólagjöf mun aldrei gleyma þeim sem gaf hann.

Verð: 26.990 kr.

Lúxuspakki frá Eco by Sonya

Eco by Sonya er lífrænt snyrtimerki sem sérhæfir sig í brúnku- og líkamsvörum. Þessi pakki inniheldur lífrænt brúnkuvatn, brúnkufroðu og líkamsskrúbb.

Verð: 14.990 kr. (Verslunin Maí)

Herbivore Coco Rose Luxe Hydration Trio

Lífrænar og náttúrulegar vörur sem veita húðinni raka og næringu en settið inniheldur líkamsskrúbb, rakasprey fyrir andlitið og varasalva.

Verð: 6.990 (Nola.is)

BECCA Under Eye Brightening Corrector

Baugahyljari er kannski ekki rómantískasta gjöfin en frábær fyrir vinkonur sem kunna að meta frískleika á 30 sekúndum. BECCA Under Eye Brightening Corrector er kraftaverk í krukku sem allir ættu að eiga í veskinu.

Verð: 3.999 kr.

Vegan-förðunarburstar frá Dr. Hauschka

Dr. Hauschka kynnti til leiks nýja förðunarlínu í haust sem var hvorki meira né minna en 7 ár í þróun. Förðunarburstarnir frá þeim vöktu mikla athygli fyrir að vera ótrúlega veglegir og gæðamiklir á sanngjörnu verði. Fást í Heilsuhúsinu.

Andrea Maack Birch Eau de Parfum

Íslensk list í ilmvatnsformi er skemmtileg jólagjöf en nýlega kom á markað ilmvatnið Birch eftir listakonuna Andreu Maack og sækir það innblástur sinn í íslenska náttúru. Ilmurinn hentar vel báðum kynjum en ilmvatnið einkennist að viðarkenndum tónum sem blandast ferku bergamot.

Verð: 13.990 kr. (Madison Ilmhús)

BECCA Shimmering Skin Perfector Pressed

Með ljómapúðrunum frá BECCA mun enginn ganga framhjá þér í jólaboði fyrirtækisins án þess að heilsa. Óviðjafnanlegur ljómi sem allir verða að prófa.

Verð: 5.199 kr.

BIOEFFECT Essential Skincare Set

Sett sem inniheldur BIOEFFECT EGF Serum og BIOEFFECT EGF Eye Serum, tilvalið fyrir þá sem vilja halda andliti yfir jólin.

Verð: 18.649 kr.

Clarins Double Serum

Eitt allra vinsælasta serumið í dag og má nota eftir 25 ára aldur en formúlan tekur á fínum línum, jafnar ásýnd húðarinnar og eykur ljóma hennar. Hentar öllum húðgerðum.

Verð: 12.889 kr.

Clarisonic Mia Fit

Líklega eiga margir snyrtipinnar Clarisonic-bursta og þeir sem ekki eiga slíkan ættu að bæta úr því eða aðstandendur þeirra. Rafknúinn burstinn djúphreinsar húðina á mildan hátt og nýjasta viðbótin Mia Fit er minni stærð sem hentar vel í allar töskur og ferðalög.

Sepai-andlitsmeðferð hjá Madison Snyrtistofu

Það er yfirleitt farsælt að gefa gjafabréf í andlitsmeðferð og ef þú ert í vandræðum með að velja snyrtistofu þá er óhætt að segja að Sepai-andlitsmeðferðirnar hjá Madison Snyrtistofu séu með þeim allra bestu á Íslandi. Sepai er húðvörumerki frá Barcelona og framleiðir sérlega virkar og hátæknilegar húðvörur. Verðlista má finna inn á heimasíðunni madison.is.

Smashbox Cover Shot Palette

Líklega á meðal skemmtilegustu augnskuggapallettunum á markaðnum í dag með kraftmiklum litum og allir auðveldir í notkun. Sérstaklega er mælt með pallettunum í litunum Ablaze og Matte.

Verð: 4.199 kr.

L’Occitane Hand Cream Trio

Þrír vinsælir handáburðir saman í gjafakassa en handáburðirnir frá L’Occitane eru nauðsynlegir í kuldanum.

Verð: 3.200 kr.

Bobbi Brown Cat Eye Long-Wear Gel Eyeliner & Brush Set

Í mörg ár hefur Long-Wear Gel Eyeliner frá Bobbi Brown verið í uppáhaldi þeirra sem nota augnfarða. Þetta sett inniheldur tvo klassíska liti af hinni frægu eyeliner-formúlu ásamt bursta sem auðveldar ásetninguna.

Maria Nila Sheer Silver gjafakassi

Sænska hárvörumerkið Maria Nila er vegan og hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi. Sheer Silver sjampóið og næringin er eitt það besta fyrir ljóst hár til að taka burt gyllta tóna. Í gjafaöskjunni fylgir handsápa.

Verð: 6.980 kr.

Guerlain Météorites Gold Light

Einstakar perlur með gylltum ljóma sem setja hátíðarbrag á alla förðun. Umbúðirnar einar og sér umvefja öll snyrtiborð dass af þeim glamúr sem upp á vantar.
Verð: 8.399 kr.

Ikoo hárbursti

Hannaður eftir hefðbundinni kínverskri læknisfræði til að greiða úr flækjum ásamt því að nudda hársvörðinn. Meðfylgjandi leiðbeiningar sýna hvernig þú notar burstann til að nudda burt daglega streitu.
Verð: 3.990 kr. (Beautybox.is)

Hárvörur frá Briogeo

Briogeo er nýtt hárvörumerki á Íslandi sem er sérlega spennandi en það er án súlfata, sílikona, þalata, parabena, DEA og tilbúnum litarefnum. Scalp Revival-línan þeirra er til dæmis framúrskarandi til að meðhöndla erfiðan hársvörð en formúlurnar byggja á Binchotan-koli, bíótíni og tea tree-olíu og og sömuleiðis verður að minnast á Volume-línuna þeirra sem eykur umfang hársins.
Verð frá 3.490 kr. (Nola.is)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál