Eins og litla systir jólasveinanna

Þórunn Pálsdóttir í dragt sem hún keypti í Kello. Hún …
Þórunn Pálsdóttir í dragt sem hún keypti í Kello. Hún segist vera eins og litla systir jólasveinanna í dragtinni. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur og fasteignasali á Mikluborg, er komin í jólaskap. Starfið kallar á að hún sé þokkalega til fara en henni finnst líka gaman að klæða sig upp.

Hvað finnst þér mest spennandi í jólatískunni? „Mér finnst jólatískan núna alveg sérstaklega spennandi, mikið með rautt og glimmer og glamúr, ekki síst í förðuninni. Gaman að sjá svona geislandi falleg andlit í skammdeginu með vel glansandi kinnaliti og sólarpúður og hárauða eða djúpvínrauða varaliti. Ég er einmitt búin að vera föst í ljósu glossi í mörg ár en finnst hressandi og gaman að vera með alvöruvaraliti núna. Mér finnst líka mjög skemmtileg skótískan þessa dagana, ekki lengur bara leður heldur fjölbreytt efni, litir og mynstur,“ segir Þórunn.

Þegar Þórunn er spurð út í liti á fatnaði segist hún vera sérlega hrifin af litríkum fötum.

„Ég fæ oft algjöra dellu þegar litir eru annars vegar og kaupi þá í viðkomandi lit bæði fatnað og til heimilisins. Ég er í eðli mínu mjög litaglöð og mjög ófeimin við að vera í litum. Mér finnst það gefa mér orku. Ég finn til dæmis mjög mikinn mun á því að vera í litríkum fötum í zumbatímum hvað tíminn verður orkumeiri og betri. Núna er rautt mikið í tísku og ég var búin að vera að leita mér að rauðum jakka í allt haust og fann hann loksins fyrir stuttu í Kello í Kringlunni og gott betur, buxur í stíl. Það er uppáhaldsdressið mitt núna. Ekki skaðar að þetta er úr jerseyefni sem er mikill kostur þar sem vinnudagurinn í fasteignasölunni verður oft mjög langur og þá er gott að vinnudressin séu þægileg. Mér finnst heilmikil jólastemning í þessu dressi. Ég er svolítið eins og litla systir jólasveinanna í því,“ segir hún og hlær.

„Eftir jólin á ég örugglega eftir að nota jakkann mikið stakan til dæmis yfir kjóla.“

Þórunn er búin að rústa mörgum skópörum þetta árið. Hún …
Þórunn er búin að rústa mörgum skópörum þetta árið. Hún er að reyna að passa þessa skó svo þeir skemmtist ekki. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Í hverju ætlarðu að vera á jólunum?

„Ég er ekki búin að ákveða það. Ég ákveð yfirleitt ekki fyrr en samdægurs í hverju ég er, fer eftir veðri og hvernig vindar blása. Ég hef stundum verið í þessum sígilda rauða á jólunum, hann er ekta jólakjóll.“

Ertu þessi týpa sem er glansandi fín á jólunum?

„Nei, ég er ekki alveg uppstríluð eins og ég sé að fara á ball, meira hátíðleg og hugguleg. Yfirleitt endar kvöldið á því að láta fara vel um sig uppi í sófa með jólabók í hendi og þá hentar kannski ekki að vera alveg glerfínn í þröngum kjól,“ segir hún.

Uppáhaldsskór? „Þessi ökklastígvél, með glansandi mynstri, eru í uppáhaldi þessa dagana. Skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum leðurskóm. Smartir og þægilegir og fara vel við niðurmjóar buxur. Annars er ég búin að eyðileggja nokkur skópör á árinu. Ég er alltaf með grófari skó í bílnum til að fara í þegar ég sýni nýbyggingar en stundum hef ég ekki gefið mér tíma til að skipta og það hefur yfirleitt endað illa.“

Uppáhaldstaska? „Það er svört Gucci-diskótaska sem ég fékk mér fyrir jólin í fyrra. Ótrúlega hentug, þægileg, stílhrein og passlega stór við öll tækifæri, dag og kvöld. Í henni er pláss fyrir sólgleraugu eða leikhúskíki, eftir því hvert tilefnið er.“

Hver er tískufyrirmyndin þín?

„Coco Chanel höfðar alltaf mjög mikið til mín. Mér finnst þessi dæmigerði Chanel-jakki rosalega flottur. Einnig eru merkileg áhrifin sem hún hafði á sögu kvenfatnaðar upp úr fyrri heimsstyrjöld þegar konur þurftu að berjast fyrir því að sleppa krínólínunum og fá að vera í venjulegum fötum.“

Ef þú mættir velja einn fylgihlut sem gerir kraftaverk, hvað myndirðu velja? „Mér finnst 10 ára gamla Gucci-beltið mitt alltaf standa fyrir sínu og hefur poppað upp mörg dressin í gegnum tíðina. Bæði flott við buxur náttúrlega og pils, en einnig yfir kjóla. Sennilega ein besta fjárfestingin í skápnum miðað við notkun og endingu.“

Þessi kjóll var keyptur í Zara fyrir nokkrum árum.
Þessi kjóll var keyptur í Zara fyrir nokkrum árum. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Þessi Gucci taska er í miklu uppáhaldi.
Þessi Gucci taska er í miklu uppáhaldi. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Þetta Gucci belti var keypt fyrir tíu árum og hefur …
Þetta Gucci belti var keypt fyrir tíu árum og hefur verið í stöðugri notkun hjá Þórunni. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Bleikur jólakjóll úr Karen Millen.
Bleikur jólakjóll úr Karen Millen. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál