Litar hárið einu sinni í viku

Gwen Stefani hugsar vel um ljósu lokkana sína.
Gwen Stefani hugsar vel um ljósu lokkana sína. mbl.is/AFP

Stjörnurnar leggja mikið á sig til þess að líta vel út. Á meðan hin venjulega kona gefur sér varla tíma til að fara í klippingu eða lita gráu hárin fara stjörnur á borð við söngkonuna Gwen Stefani í hárlitun í hveri viku. People tók saman sérstakar snyrtiaðferðir stjarnanna. 

Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dökkhærð og þurfti heldur betur að hafa fyrir því að aflita á sér hárið. Kardashian eyddi nokkrum dögum í að aflita á sér hárið þar sem hún vildi ekki eyðileggja á sér hárið. Eftir samtals 13 klukkutíma var enn þá verið að vinna í hárinu hennar. 

Kim Kardashian þurfti að hafa fyrir því að verða ljóshærð.
Kim Kardashian þurfti að hafa fyrir því að verða ljóshærð. mbl.is/AFP

Gwen Stefani 

Söngkonan er þekkt fyrir sitt ljósa hár. Eins gervilegur og liturinn er má nánast aldrei sjá glitta í dökka rót. Má Stefani þakka hárgreiðslumanninum Danili Dixon fyrir það en hann segir að hún liti hárið á sér á hverjum mánudegi áður en upptökur á The Voice hefjast. 

Gwen Stefani er þekkt fyrir ljósa hárið og rauða varalitinn.
Gwen Stefani er þekkt fyrir ljósa hárið og rauða varalitinn. mbl.is/AFP

Kylie Jenner

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn hikar ekki við að lita á sér hárið eins og systir hennar, Kim Kardashian. Jenner litar þó ekki einungis á sér hárið heldur notar hún líka hárkollur. Jenner á heilt safn með alls konar hárkollum. 

Hárkolla eða alvöru?
Hárkolla eða alvöru? mbl.is/AFP

Emma Watson

Harry Potter-leikkonan er sjúk í olíu og notar hana í hárið, á augabrúnirnar og meira að segja á kynfærahárin. 

Emma Watson elskar olíu.
Emma Watson elskar olíu. mbl.is/AFP

Adele

Á meðan sumar stjörnur nota of mikið af efnum í hárið notar söngkonan Adele afar lítið. Hún hefur sagt að hún noti sjaldan sjampó og greindi einu sinni frá því að hún hefði bara þvegið hárið einu sinni á tveimur mánuðum. 

Adele þreif örugglega á sér hárið fyrir Grammy-verðlaunin í ár.
Adele þreif örugglega á sér hárið fyrir Grammy-verðlaunin í ár. mbl.is/AFP

Kristen Bell

Talandi um lítið af efnum þá forðast leikkonan Kristen Bell meira segja að þvo andlit sitt með vatni á morgnana. Hún segist fara í sturtu á kvöldin en megi ekki við því að þvo andlitið á morgnana þar sem hún er með svo þurra húð. 

Kristen Bell segist vera með afar viðkvæma húð.
Kristen Bell segist vera með afar viðkvæma húð. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál