Er að koma kreppa?

Stutt pils og mjög óvænt tíska frá Chanel. Eina sem …
Stutt pils og mjög óvænt tíska frá Chanel. Eina sem minnir á Chanel á þessari mynd er efnið.

Það er vel þekkt innan hagfræðinnar að tískan fer í hringi og er ágætis mælikvarði á efnahagslega stöðu hverju sinni í heiminum.  Hagfræðingurinn George Taylor var einn sá fyrsti til að koma fram með þetta árið 1926 þar sem hann talaði um vísitölu pilslengdar. Við veltum fyrir okkur hvort kreppa sé á næsta leiti.

Samkvæmt vísitölu pilslengdar fara pilsin upp í sama takti og hlutabréf á markaðnum. Þeim mun styttri sem pilsin eru, þeim mun meira hækka hlutabréfin. Þegar kreppir að lengist í pilssíddinni. Þetta muna glöggir frá árunum 1920 og 1960 þegar mínípilsin voru í tísku, og svo í stóru kreppunni árið 1929 þegar pilsin urðu síð aftur. Hagfræðingar hafa fundið jákvæða fylgni þarna á milli í gegnum söguna.

Hér er síddinn mjög í anda tískuhússins Chanel, en stílisering …
Hér er síddinn mjög í anda tískuhússins Chanel, en stílisering í anda þess sem við höfum séð frá tískuhúsinu í góðæri. Meira er meira.

Ásýnd segir sína sögu

Það sama má segja um ásýnd tískunnar. Þegar efnahagslegur uppgangur er hvað mestur má sjá stærstu tískuhúsin úti í heimi koma fram með hluti sem minna lítið á tísku og meira á slys. Þeir setja saman ólík mynstur og liti og lítið ber á klassíkinni sem þessi sömu tískuhús bjóða upp á í efnahagslegri lægð.

Hvað myndir þú gera ef þú hittir þessar þrjár í …
Hvað myndir þú gera ef þú hittir þessar þrjár í gangi í bænum? Óvænt og minnir ekki á lúxus að mati margra.

Margir af þekktustu hagfræðingum heims sækja tískuvikur til að átta sig á hagkerfinu.  Eftirfarandi myndir af sumartískunni 2018 gefa vísbendingu um að margt hafi verið í gangi í hagkerfinu að undanförnu. Mikil óvissa ríkir á mörkuðum og ólíkir hlutir hafa áhrif á hagkerfið. Sumir myndu jafnvel orða það þannig að kreppa væri á næsta leiti. Balenciaga bauð Crocs-elskendum upp á skó við rándýru flíkurnar, sem lýsir óvissunni best. Myndirnar sýna tískuna frá Coco Chanel og Gucci. Dæmi hver fyrir sig.

Fjörugt frá Gucci.
Fjörugt frá Gucci.
Það hefur löngum þótt illa æfa að ganga í merktum …
Það hefur löngum þótt illa æfa að ganga í merktum fötum. En það virðist vera leyfilegt samkvæmt nýjustu sýningu Gucci.
Við vitum ekki hvert þessi er að fara. Hvorki í …
Við vitum ekki hvert þessi er að fara. Hvorki í klæðaburði né þegar horft er til gleraugna. Skilaboðin eru skýr: Þetta er bara allskonar. Kannski eins og hagkerfið í dag?
Crocs elskendur geta glatt sig þar sem hið rándýra Balenciaga …
Crocs elskendur geta glatt sig þar sem hið rándýra Balenciaga merki bauð upp á skóna á sinni sýningu. Klassískt? Varla.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál