Typpavasabuxurnar það flottasta í sumar?

Vasinn fer ekki fram hjá neinum.
Vasinn fer ekki fram hjá neinum. ljósmynd/GU

Framúrstefnuleg fatahönnun vekur reglulega athygli. Svokallaðar typpavasabuxur falla í þennan hóp og verður að segjast að buxurnar eru meðal athyglisverðustu flíkum sumarsins. Buxurnar eru frá japanska merkinu GU en sama fyrirtæki á GU og hið vinsæla Uniqlo. 

Flestar buxur hafa fjóra vasa, tvo á hliðunum og tvo á rassinum. Þessar buxur bjóða hins vegar upp á fimmta vasann sem er staðsettur við við buxnaklaufina, akkúrat þar sem typpið er.

Metro bendir einnig á þá staðreynd að vasinn sé hannaður til þess að draga að sér athygli.  Buxurnar koma í nokkrum litum en vasinn er alltaf öðrum lit en buxurnar sjálfar. Vasinn er ekki til skrauts heldur virkar eins og aðrir vasar en ekki fylgir sögunni hvað sé best að geyma í vasanum. 

Buxurnar koma í nokkrum litum en vasinn er alltaf vel …
Buxurnar koma í nokkrum litum en vasinn er alltaf vel sýnilegur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál