Þetta gera franskar konur ekki við hár sitt

Carla Bruni kann að meta franska hárstílinn.
Carla Bruni kann að meta franska hárstílinn. AFP

Franskar konur þykja fremstar á mörgum sviðum. Fyrir utan það að fitna ekki eru þær þekktar fyrir að vera fallegar og vera með gott tískuvit. Caroline de Maigret skrifaði bókina How to Be Parisian Wherever You Are en á vef Byrdie má finna upplýsingar um hvað franskar konur gera ekki við hár sitt. Væru ekki allar konur til í að líkjast þeim frá París hvar sem þær eru?

Lita ekki hár sitt

Ef konur vilja tileinka sér franskan stíl ættu þær ekki að lita hár sitt. Ef þær nauðsynlega þurfa að lita hár sitt ættu þær að gera það í sínum upprunalega hárlit. 

Nota ekki hárblásara

Í stað þess að nota hárblásara nota franskar konur ferskt sumarloftið til þess að þerra hár sitt. Á veturna er það síðan bara gamla góða handklæðið. 

Þvo ekki hár sitt á hverjum degi

Franskar konur vita að hárið er best daginn eftir þvott. Það er því ekki mælt með að þvo hárið á hverjum degi. 

Franska leikkonan Vanessa Paradis er með fallegt og náttúrulegt hár.
Franska leikkonan Vanessa Paradis er með fallegt og náttúrulegt hár. AFP

Nota ekki hárskraut

De Maigret mælir með því að forðast spennur og annað hárskraut ef konur eru komnar yfir 18 ára aldurinn. 

Fara ekki út úr húsi með blautt hárið

Franskar konur mæta ekki með blautt hárið. De Maigret mælir reyndar með því að konur þvoi hár sitt á kvöldin og fari að sofa með blautt hárið. Þannig kemur áhugaverð áferð á hárið daginn eftir. 

Gleyma ekki ilmi

Ilmvatn er ekki bara fyrir hálsinn samkvæmt de Maigret. Vill hún meina að það sé pínu franskt að setja smá ilmvatn í hárið, fyrir aftan eyrun eða aftan á hálsinn. 

Kvarta ekki yfir hita

Að sögn de Maigret er hárið aldrei franskara en þegar smá salt er í hárinu eftir sjósund og þegar heitt er í veðri. 

Franski tískuritstjórinn Carine Roitfeld.
Franski tískuritstjórinn Carine Roitfeld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál