Ilmaðu í stíl við heimilið

Ameríski tískuhönnuðurinn Marc Jacobs veit hvernig skvísurnar vilja ilma og svo er ekki verra að geta úðað herlegheitunum út í andrúmsloftið því ilmirnir í Splash-línunni eru bæði á líkama og fyrir heimilið. Í ár er þemað Tropical og koma þrjár ilmtegundir í takmörkuðu upplagi. Ilmurinn Rain kemur á markað aftur eftir hlé, en hann var fyrst kynntur árið 2006. Í hópinn bætist tvenns konar ilmur; Hibiscus og Kumquat. Í ár er ilmvatnið í 100 ml flöskum í stað 300 ml.

Ilmtegundirnar frá Marc Jacobs gefa ekki bara góða angan heldur eru hið mesta stofustáss. Fallegt er að raða þeim upp á forstofuborðinu eða leyfa þeim að njóta sín inni á baði eða á snyrtiborðinu í hjónaherberginu.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Baldur Rafn og Sigrún Bender eignast son

12:49 Heildsalinn og hárgreiðslumaðurinn Baldur Rafn Gylfason og flugmaðurinn Sigrún Bender eignuðust dreng í fyrradag.   Meira »

Innlit hjá Rakel Hlín Bergsdóttur

10:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran sem nýerið var opnuð í Síðumúla 21, býr ásamt fjölskyldu sinni í björtu raðhúsi í Kópavogi. Rakel segir heimilisstílinn mjög skandinavískan en hún heillast mikið af danskri hönnun. Meira »

Ert þú tilbúin fyrir stutt hár?

07:00 „Bob“-klipping er afar vinsæl um þessar mundir en ert þú tilbúin til að láta hárið fjúka? Raunveruleikastjarnan Lauren Conrad tók saman nokkur atriði fyrir þær síðhærðu dömur sem eru að íhuga að skella sér í klippingu fyrir sumarið. Meira »

Lax í austurlenskri kókoskarrýsósu

00:00 Kókosmjólk og Red Curry paste mynda góða sósu með suðaustur-asískum blæ í þessari uppskrift með laxi.  Meira »

115 milljóna retró-höll í Garðabæ

Í gær, 21:50 Þeir sem kunna að meta palesander, appelsínugular formaika-borðplötur og panilklædda veggi eru komnir í paradís.   Meira »

Klæddist 27.000 króna strigaskóm með hæl

Í gær, 18:50 Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney er alltaf flott til fara en nýverið kom hún töluvert á óvart með klæðavali því leðurjakki, rifnar gallabuxur og strigaskór með hæl urðu fyrir valinu. Meira »

Gwyneth Paltrow klikkaði á 29$-áskoruninni

í gær Leikkonan Gwyneth Paltrow viðurkennir að hafa mistekist í 29$-áskoruninni sem hún byrjaði í fyrir stuttu síðan. Áskorunin snýst um það að eyða aðeins 29 dollurum, sem gerir um 3900 krónur, í mat á viku fyrir sig og börnin sín tvö. Meira »

Kílóin fjúka af Unni Elvu

Í gær, 15:50 „Þá erum við að verða um það bil hálfnaðar og árangurinn stendur ekki á sér. Það sem hefur gerst þessar tæplega fimm vikur er að ég get í dag hlaupið 5 KM án þess að mæðast eins og hundur, ég er búin að missa umfram væntingar af kílóum ... Meira »

Drottning frá Íslandi mætti með maskara í ómskoðun

í gær „Í segulómskoðunini má ekki vera með neitt skart eða járn hluti á sér en stuttu eftir að græjan var sett í gang kom læknirinn og stoppaði græjuna og spurði hvort það væri ekki öruggt að Heiða væri ekki með neitt á sér sem truflaði því það var eitthvað sem truflaði myndartökuna og þá kom í ljós að maskarinn sem drottningin frá Íslandi var með truflaði allt dæmið,“ segir Snorri. Meira »

Þetta þarf að íhuga fyrir brjóstaaðgerðina

í gær Brjóstaaðgerðum hér á landi hefur fjölgað mikið undanfarið en á árunum 2009-2012 voru um 550 brjóstaaðgerðir framkvæmdar á ári á Íslandi. En það er ekkert grín að leggjast undir hnífinn og láta stækka eða minnka á sér brjóstin og málið þarf að hugsa frá A-Ö áður en ákvörðun er tekin. Meira »

Ertu nógu rík, dugleg eða flott?

í gær „Af einhverjum fáránlegum ástæðum teljum við okkur þurfa bjarga gleði og hamingju annarra. Og höldum um leið að það sé aðeins þegar fólk hættir að haga sér eins og fífl og við hætt að þurfa að hafa áhyggjur af þeim, að þá loksins getum við orðið hamingjusöm ... Meira »

Játningar fyrrverandi brúnkufíkils

í gær „Í áraraðir var ég alltaf sólbrún. Ég grillaði ég mig á sundlaugarbakkanum við hvert tækifæri sem ég fékk. Ég lá í sólinni með fartölvuna mína í allt að sex klukkustundir í senn,“ segir fyrrverandi brúnkufíkill. „Á þeim dögum sem rigndi fór ég á sólbaðsstofu.“ Meira »

„Löngunin verður svakaleg í allt óhollt“

í fyrradag Það er á brattann að sækja og nú ríður á að gefast ekki upp. Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir segir að vika 5 sé erfiðasta vikan hingað til. Meira »

Konur sem hrista upp í hlutunum og eru töff

í fyrradag Þær eiga það líka sameiginlegt að vera komnar vel yfir fertugt, sumar mun eldri. Þær tala um sambönd sín og kynlíf eins og í Scott og Bailey þar sem þær ræða nýjustu vandræðin í rúminu áður en þær brjótast inn til vondu kallana. Meira »

Amman komst varla upp stigann - hún hló svo mikið

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar Arnþórsson maður hennar eru með sérstakasta dyraspjald sögunnar. Það byrjar á „Hér hvíla ...“ Meira »

Saknaði ekki sjónvarpsins

í fyrradag Sirrý Arnardóttir er byrjuð með tvo nýja þætti á Hringbraut. Hún kýs að lifa í núinu og saknaði ekki sjónvarpsins enda hafði hún næg verkefni. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.