Aðhaldshandleggir nýjasta nýtt

Aðhaldshandleggir.
Aðhaldshandleggir. Ljósmynd/Femin.is

Kvenpeningurinn kannast við aðhaldsbuxur enda sagði Kalli Berndsen okkur að við gætum varla verið til nema að eiga einar slíkar. Minnka þyrfti rassinn og lærin með þessum töfrabrókum. Nú er ný aðhaldsflík komin á markað sem grennir handleggina svo um munar. Konur geta sem sagt verið í aðhaldi nánast frá toppi til táar og virkað mun spengilegri en áður.

Aðhaldshandleggirnir kallast „Upper Arm Shaper“ á ensku og eru úr 78% næloni og 22% spandexi. Ef bolurinn eða jakkinn er of þröngur er hægt að smeygja sér í ermarnar til þess að minnka ummál handleggjanna. Konur geta þó alls ekki verið í aðhaldinu einu og sér heldur þurfa að klæðast bol eða skyrtu yfir.

Aðhaldshandleggirnir koma í tveimur litum og fást á femin.is. Ælti aðhaldshandleggirnir verði næsta tískubóla?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál