Bjartir tónar frá Dior

Vel er við hæfi að sumarförðun sé létt og með mildum litum og það má til sanns vegar færa þegar sumarlitirnir frá Dior eru annars vegar, eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum. Það er Laufey Finnbogadóttir sem á heiðurinn af förðuninni, og fyrirsætan heitir Arna Sirrý Benediktsdóttir.

„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina með Perfect Moisturise-rakakreminu. Síðan setti ég Skinflash-primerinn á húðina, en hann gefur jafnari áferð, dregur saman húðholur og farðinn helst lengur,“ útskýrir Laufey. Skinflash-penninn nr. 002 var notaður á augnlok, í kringum augu og varir. Því næst setti hún nýja BB-kremið á húðina. „Þetta er frábær vara sem er allt í senn rakakrem, litur, sólarvörn spf 30 og vörn gegn sindurefnum. Þá er vert að geta þess að einn litur af kreminu hentar íslenskum litarhætti sérlega vel,“ bendir Laufey á. Ofan á kremið setti hún laust púður í Nude nr. 20.

Því næst notaði hún blöndu af augnskuggum úr pallettum nr. 642, 454 og 441 (5 lita box), Diorshow liner-blýant, nánar tiltekið svartan 098, og svo svartan Extase-maskara sem bæði þykkir og lengir. „Varalínuna skerpti ég með blýanti nr. 223 og varalit í Serum de Rouge nr. 345 og smá gloss yfir nr. 436 í Addict Ultra.“

Að endingu fullkomnaði Laufey útlitið með því að setja yfir nýtt sólarpúður, Nude Glow nr. 003.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Kate og Cara sýna hausttísku Mango

13:00 Fyrirsæturnar Kate Moss og Cara Delevingne eru andlit tískumerkisins Mango. Þær taka sig sjúklega vel út í nýju haustlínunni frá merkinu en hippastíll ræður ríkjum í þeirri línu. Á meðfylgjandi myndum má sjá það sem koma skal með haustinu. Meira »

Ási Már hannar klassísk herraföt með leikgleði

13:00 „Ástæðan fyrir að ég ákvað að gera herralínu, þrátt fyrir að hafa ávallt haft stefnu á kvenfatnað, var var í raun tvíþætt. Annars vegar fannst mér vanta vissa tegund af herrafatnaði á markaðinn á Íslandi. Hins vegar langaði mig að prófa að vinna innan um þann kassa sem herraföt eru,“ segir fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson sem nýverið hannaði sína fyrstu herralínu. Meira »

Morgunrútína Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar

10:00 Hvernig ætli Elísabet Bretadrottning byrji daginn sinn? Brian Hoey, höfundur bókarinnar At Home With The Queen, segir Elísabetu vakna snemma eða í kringum 7:30 og fá sér tebolla. Meira »

Heilsusamlegt fyrir súkkulaðifíkla

07:00 Drottning „raw“ súkkulaðisins, Kate Magic, er á leið til Íslands þar sem hún mun kenna réttu trixin. Súkkulaðifíklar sem vilja meiri hollustu inn í líf sitt ættu að halda áfram að lesa. Meira »

„Waist train“ tekið á næsta stig

Í gær, 22:30 Hollywood-stjörnur á borð við Kardashian-systurnar og Jessicu Alba hafa notast við sérstakt „waist train“-korsilett til að koma sér í form. Sérfræðingar hafa varað við notkun korsilett en það virðist ekki stoppa þær. En núna er komin ný vara á markað þar sem „waist train“ er tekið á næsta stig. Meira »

91 milljóna hönnunarvilla í Garðabæ

Í gær, 19:30 Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og allar innréttingar hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Aukin lofthæð er í stórum hluta hússins og vönduð innfelld lýsing. Meira »

Gefa börnum lífrænt epli allan september

Í gær, 15:00 „Okkur er öllum annt um börnin okkar og við hjá Heilsuhúsinu viljum gjarnan leggja okkar að mörkum. Með þessu viljum við kynna lífræna ávexti fyrir unga fólkinu og stuðla að betri matarvenjum og bættri heilsu yngstu kynslóðarinnar“, segir Inga Kristjánsdóttir vörustjóri hjá Heilsuhúsinu. Meira »

Skrýtin stemmning í Bíó Paradís

Í gær, 16:41 Heimildamyndin I want to be Weird var frumsýnd í Bíó Paradís í gær og það var fullt út úr dyrum. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Meira »

77% þeirra sem fara í megrunakúr þyngjast aftur

í gær „Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur. Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn,“ skrifar Júlía heilsumarkþjálfi í sinn nýjasta pistil. Meira »

Manuela Ósk mætti eins og drottning

í gær „Síðastliðinn laugardagur var mikill merkisdagur í mínu lífi. Ekki nóg með það að ég fagnaði enn einu aldursárinu, varð hvorki meira né minna en 32 ára gömul – þá var ein af mínum nánustu vinkonum, sem einnig er frænka mín – að gifta sig ... Meira »

Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eftir hæð og vexti

í gær Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á trendnet.is og viðskiptafræðingur er einn helsti trendsetter landsins. Hún er búsett í Þýskalandi og fylgist vel með ráðandi tískustraumum hérlendis og á meginlandi Evrópu. Meira »

Tískumistök sem ungir og vitlausir gera

í fyrradag Það eru allir ungir og vitlausir einhvern tímann. Þá tekur fólk oft furðulegar ákvarðanir og fataskápurinn og peningaveskið fær gjarnan að kenna á því. Hérna kemur listi yfir klassísk tískumistök sem margir gera á sínum yngri árum. Meira »

Fjögurra barna móðir ætlar að verða sykurlaus

í fyrradag Ásgerður Ósk Jakobsdóttir ætlar að vera sykurlaus allan september. Hún borðar mjög hollan mat en á það til að detta í sælgætisát. Meira »

IceHot1 mættur á leikinn

í fyrradag Heitasta notendanafn vikunnar er án efa IceHot1. Hlynur Vídó mætti í sérmerktri peysu með þessu nafni á leik Íslands og Hollands sem fram fer í dag. Meira »

Allir í hvítu á frumsýningu Everest

í fyrradag Lilja Pálma­dótt­ir klæddist hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen á frumsýningu Everest í Feneyjum í gær en Lilja var ekki ein um það að klæðast hvítu. Það gerðu leikkonurnar Elizabeth Banks og Diane Kruger til dæmis líka. Meira »

Fékk armbandið aftur eftir 34 ár

3.9. Hilda Jana Gísladóttir týndi armbandi 1981. Það fannst á dögunum í blómabeði í Reykjavík.  Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.