Bjartir tónar frá Dior

Arna Sirrý Benediksdóttir.
Arna Sirrý Benediksdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Vel er við hæfi að sumarförðun sé létt og með mildum litum og það má til sanns vegar færa þegar sumarlitirnir frá Dior eru annars vegar, eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum. Það er Laufey Finnbogadóttir sem á heiðurinn af förðuninni, og fyrirsætan heitir Arna Sirrý Benediktsdóttir.

„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina með Perfect Moisturise-rakakreminu. Síðan setti ég Skinflash-primerinn á húðina, en hann gefur jafnari áferð, dregur saman húðholur og farðinn helst lengur,“ útskýrir Laufey. Skinflash-penninn nr. 002 var notaður á augnlok, í kringum augu og varir. Því næst setti hún nýja BB-kremið á húðina. „Þetta er frábær vara sem er allt í senn rakakrem, litur, sólarvörn spf 30 og vörn gegn sindurefnum. Þá er vert að geta þess að einn litur af kreminu hentar íslenskum litarhætti sérlega vel,“ bendir Laufey á. Ofan á kremið setti hún laust púður í Nude nr. 20.

Því næst notaði hún blöndu af augnskuggum úr pallettum nr. 642, 454 og 441 (5 lita box), Diorshow liner-blýant, nánar tiltekið svartan 098, og svo svartan Extase-maskara sem bæði þykkir og lengir. „Varalínuna skerpti ég með blýanti nr. 223 og varalit í Serum de Rouge nr. 345 og smá gloss yfir nr. 436 í Addict Ultra.“

Að endingu fullkomnaði Laufey útlitið með því að setja yfir nýtt sólarpúður, Nude Glow nr. 003.

Arna Sirrý Benediktsdóttir.
Arna Sirrý Benediktsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Arna Sirrý Benediktsdóttir.
Arna Sirrý Benediktsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Merkjaóðir geta nú tryllst

06:00 Hönnuðurinn og fagurkerinn Stefán Svan Aðalheiðarson hefur undanfarið stjórnað vinsælli sölusíðu á Facebook, þar sem vönduð merkjavara gengur kaupum og sölum. Stefán ákvað að færa út kvíarnar og opnaði búð í miðbænum, en að sjálfsögðu var haldið upp á opnunina með skemmtilegri teiti. Meira »

Óförðuð í The Voice

Í gær, 22:00 Það er ekki algengt að fólk sem starfar við sjónvarp stilli sér ófarðað fyrir framan tökuvélarnar. Það gerði söngkonan og The Voice-dómarinn Alicia Keys þó á dögunum. Meira »

Viltu komast í dúndurform með Lilju?

Í gær, 19:00 Þráir þú að kom­ast í besta form lífs þíns og breyta lífsstíln­um til fram­búðar þér að kostnaðarlausu? Smart­land Mörtu Maríu og Sport­húsið leita að fjórum ein­stak­ling­um til að taka þátt í 12 vikna lífs­stíls­breyt­ingu. Meira »

Telmu dreymir um að læra sálfræði

Í gær, 18:00 Telma Rut Sigurðardóttir er 23 ára naglasnyrtifræðingur. Hún er í sambúð og hennar helstu áhugamál eru samkvæmisdans. Auk þess hefur hún mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, ferðalögum og hundum. Telma Rut er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016. Keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Meira »

„Vill einhver gullhúða pottaplönturnar eins og skot“

Í gær, 16:12 Á dögunum birtist myndasyrpa á vef Elledecor, þar sem veitt er innlit í gyllta og afar íburðarmikla íbúð Trump-hjónanna. Myndirnar vöktu gríðarlega athygli, enda stíllinn á heimilinu fremur sérstæður. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við ljósmyndina, en blaðamaðurinn Markus Moulitsas hjá vefnum Kos, rýndi í hana. Meira »

Ætlar að vera búin að stofna fjölskyldu eftir 10 ár

Í gær, 15:00 Agnes Ómarsdóttir er 18 ára nemi á náttúrufræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem fram fer í Hörpu 27. ágúst. Hún er einhleyp og hefur mikinn áhuga á tónlist. Agnes hefur spilað á píanó frá því hún var sjö ára en hún hefur einnig mikinn áhuga á samkvæmisdansi. Meira »

Fórnarlamb sýruárásar gengur tískupallana

Í gær, 11:00 Hin 19 ára Reshma Bano mun ganga tískupallana á tískuvikunni í New York sem fram fer í næsta mánuði. Bano, sem er frá Indlandi, er ólík flestum fyrirsætunum sem stíga á svið en hún varð fyrir hrottalegri sýruárás árið 2014. Meira »

34 ára með Barbie á heilanum

Í gær, 12:09 Azusa Sakamoto hefur eytt 70.000 Bandaríkjadölum, eða rúmum átta milljónum íslenskra króna, í að breyta heimili sínu í dúkkuhús. Sakamoto, sem er 34 ára gömul, hefur verið hugfangin af Barbie síðan hún var 15 ára en þá festi hún kaup á nestisboxi merktu brúðunni. Meira »

Ungar konur með hærri laun en karlar

Í gær, 10:00 Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum hafa sýnt að ungar konur í stórborgum þéna mest. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Reach Advisors sem birtust í Time Magazine, þénuðu ungar konur að jafnaði 8% meira en ungir karlmenn á sama aldri í 147 af þeim 150 borgum í Bandaríkjunum sem rannsóknin tók til. Það vekur athygli að í New York er launamunurinn heil 17%. Rannsóknir frá Norðurlöndunum sýna fram á svipaða þróun. Meira »

Mamman er fyrirmyndin í lífinu

Í gær, 09:00 Sunna Dögg Jónsdóttir er 19 ára framhaldsskólanemi og íþróttamaður. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Sunna Dögg er einhleyp og hennar helsta áhugamál er handbolti. Hún hefur æft handbolta frá 8 ára aldri og gekk nýlega til liðs við meistaraflokk Aftureldingar. Meira »

Lilja og Stella Rín heimsóttu Tótu

í gær Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnaði sýningu á verkum sínum í Hannesarholti á Menningarnótt. Mikið fjölmenni var hjá henni í tilefni dagsins. Meira »

Verð pottþétt í útlöndum að gera frábæra hluti

í fyrradag Kolfinna Þorgrímsdóttir er 20 ára fyrirsæta sem starfar hjá Eskimo Models. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Kolfinna er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru ferðalög, söngur og fyrirsætustörf. Meira »

Balti vildi búa í Högnu-húsi

í fyrradag Baltasar Kormákur valdi hús eftir Högnu Sigurðardóttur til að nota í nýjustu mynd sína, Eiðurinn. Húsið stendur við Bakkaflöt 1 og er eitt af hennar bestu verkum. Meira »

Kennir spinning sex sinnum í viku

í fyrradag Elfa Rut Gísladóttir er 20 ára hóptímakennari og starfsmaður í World Class. Hún er ein af þeim sem taka þátt í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Elfa Rut er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru hreyfing, ferðalög og svo elskar hún að borða mat. Meira »

Mig dreymir um að verða „wedding planner“

í fyrradag Anna Lára Orlowska starfar í félagsmiðstöð með unglingum og segir að það sé alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf. Hún er 22 ára og er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Anna Lára er á föstu og hennar helstu áhugamál eru Zumba, frisbígolf og að föndra. Meira »

Vill vera besta útgáfan af sér

í fyrradag Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir er ein af þeim sem tekur þátt. Hún er 18 ára og starfar í afgreiðslunni í Hreyfingu Heilsulind með skólanum. Hennar helstu áhugamál eru dans, tíska og fyrirsætustörf. Sigríður Guðrún er á lausu. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.