Matarsódi góður í andlitið

Matarsódi hentar vel í heimatilbúnar snyrtivörur.
Matarsódi hentar vel í heimatilbúnar snyrtivörur. Mynd: Skjáskot

Matarsódi er til margra hluta nytsamlegur. Ekki einungis gerir hann kraftaverk við þrif heldur er hann líka náttúruleg snyrtivara og þar að auki hræódýr.

Á heilsusíðunni Mind Body Green er að finna uppskrift að fyrirtaks maska þar sem matarsódinn leikur  lykilhlutverk. Er maskinn sérlega mildur en ekki einungis er matarsódinn basískur og hentar þannig vel til að jafna sýrustig húðarinnar, auk þess sem hann stillir af starfsemi fitukirtlanna og losar um dauðar húðfrumur.

Matarsódamaski:

  • 1 msk matarsódi
  • Nokkrir dropar vatn (maskinn á hvorki að vera of þykkur né of þunnur)
  • Innihald úr einni E-vítamín perlu (má sleppa)

    Einnig má bæta nokkrum dropum af uppáhaldsolíunni manns t.d. Argan-olíu eða annars konar, í maskann (ath. sleppið þessu skrefi ef þið barnshafandi).

Aðferð: Þvoið ykkur fyrst í framan með volgu vatni og mildri náttúrulegri sápu. Berið maskann á rakt andlitið og nuddið í hringlaga hreyfingum yfir enni, kinnar, nasavængi og jafnvel varir, passið bara að forðast augnsvæðið. Eftir 2-3 mínútur hreinsið af með volgu vatni og þurrkið andlitið varlega. Lokið síðan svitaholunum með mildu andlitsvatni (t.d. rósavatni eð öðru 100% náttúrulegu) og mjúku kremi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál