Fór í um 350 fegrunaraðgerðir

Alicia Douvall hefur farið í um 350 fegrunaraðgerðir.
Alicia Douvall hefur farið í um 350 fegrunaraðgerðir. mbl.is/AFP

Lýtaaðgerðafíkillinn og fyrrverandi fyrirsætan Alicia Douvall (34) kom nýverið fram í breska morgunþættinum This Morning til að segja sögu sína af fíkninni sem yfirtók líf hennar. Alicia lét ekkert stoppa sig í leit sinni að fullkomnu andliti og óaðfinnanlegum líkama eins og kemur fram í grein Daily Mail.

Alicia lýsti því í þættinum hvernig hún fjármagnaði aðgerðirnar sem hún gekkst undir en þær eru um 350 talsins. „Ég laug að vinum og vandamönnum og bað nokkra kærasta að borga aðgerðir fyrir mig,“ sagði Alicia sem telur þetta hafa verið þráhyggju af verstu gerð.

„Fólkið í kringum mig var farið að hafa áhyggjur en ég var staðráðin í að halda áfram,“ sagði Alicia sem er reið yfir því að læknarnir hafi ekki varað hana við og segir þá aðeins hafa viljað peningana sína.

Alicia lét fjarlægja alla fyllingapúða úr andlitinu á sér nýlega og útkoman var bólgið og afmyndað andlit. „Ég var hætt að geta brosað vegna púðanna og það sem fyllti mælinn var að ég gat ekki brosað þegar ég fékk nýfædda dóttur mína í hendurnar. Ég hef verið sjálfselsk og ætla ekki í fleiri aðgerðir.“

Alicia, sem er tveggja barna móðir í dag, fór í fyrstu aðgerðina þegar hún var aðeins 17 ára gömul en til að gangast undir hnífinn þurfti hún að ljúga til um aldur. Síðan þá hefur hún eytt um milljónum punda í aðgerðir á nefi, augnsvæði, kinnbeinum, tám, rassi og brjóstum svo eitthvað sé nefnt. Alicia lét einnig minnka rifbein í sér til að fá mjórra mitti og tók Barbie dúkku með í aðgerðina til að sýna læknunum hvað það var sem hún vildi.

„Stelpurnar mínar fá aldrei að fara í lýtaaðgerðir, þær eru fullkomnar eins og þær eru,“ sagði Alicia sem vill nú vara fólk við því að fara í fegrunaraðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál