Það myndast alltaf ör við brjóstastækkun

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea-Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea-Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea-Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún spurningu lesanda um brjóstapúða: 

Sæl Þórdís, 

Hef verið að kynna mér brjóstapúða aðgerðir þar sem ég hef hug á að fara í eina slíka eftir brjóstagjafir og þyngdartap. Hef séð að erlendis er púðinn stundum settur inn í handakrikanum meðal annars vegna minni líkum á öramyndun eða það er að segja örum sem eru sjáanleg. Veit af reynslu að ég fæ ansi massív ör eftir skurði. Ert þú Þórdís að gera aðgerðir með þessum hætti?

Sæl og takk fyrir góða spurningu.

Það myndast alltaf ör við brjóstastækkun. Örið í handarkrikanum getur orðið ljótt eins og önnur ör. Það sem sýnt er á erlendum síðum er oftast bara bestu útkomurnar. Ég hef séð inndregin ljót ör í handarkrika sem erfitt er að fela t.d. í leikfimi. Þó að skurður í holhönd sé aðferð sem er notuð víða erlendis nota ég hana ekki. Ekki er hægt að útiloka að skorið sé á sogæðabrautir frá brjóstinu við þessa aðgerð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein okkar kvenna og oftast þarf að ná í eitlasýni úr holhönd til þess að sjá hvort meinið hafi borist þangað. Brjóstastækkun í gegnum holhandarskurð getur haft áhrif á hvort krabbameinsskurðlæknir ákveði hvort treysta eigi á eitlasýni eða hvort þurfi að taka mun fleiri eitla úr holhönd með þar af leiðandi meiri áhættu á fylgikvillum. Þetta auk nokkurra tæknilegra atriða er ástæðan fyrir því að ég notast ekki við þessa aðferð.

Kveðja, Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea-Medica Glæsibæ. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent spurningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál