Förðun sem hægt er að sofa með ...

Guðrún Veiga búin að farða sig eftir Youtube.com-myndbandi.
Guðrún Veiga búin að farða sig eftir Youtube.com-myndbandi. Ljósmynd/Guðrún Veiga

Stundum er nauðsynlegt að vera þannig förðuð að konan geti farið að sofa og vaknað nánast ósködduð.

Guðrún Veiga ofurskutla og bloggari prófaði að farða sig með „smokey-förðun“ og notaði leiðbeiningar af Youtube.com. Eins og sést á myndunum heppnaðist það svona líka vel. Hún byrjaði á því að setja „primer“ á augnlokin eða undirlag eins og það kallast á íslensku.

„Augnskugginn helst betur á og klessist ekki - þið vitið, í krumpurnar á augnlokinu og svona. Satt best að segja var augnskugginn ennþá í ljómandi fínu standi þegar ég vaknaði með hann á mér í morgun.

Æ, stundum er maður bara of lúinn. Annað veifið er þreytan slík að valið stendur einfaldlega á milli þess að bursta tennurnar eða þrífa andlitið. Að framkvæma bæði án þess að deyja Guði sínum á baðherbergisgólfinu er með öllu ómögulegt. 

Tennurnar hafa alltaf vinninginn. Ég þjáist af krónískum ótta við að fá ljótar tennur. Blæti mitt fyrir fallegum tönnum er einnig kafli út af fyrir sig. 

Ef ég skoða listann yfir þau tíu númer sem mest hefur verið hringt í úr símanum mínum þá er tannlæknirinn á Reyðarfirði þar mjög ofarlega. Mig má ekki klæja í góminn þá hef ég verið mætt inn á gólf hjá honum.

Iðulega handviss um að ég sé komin með banvæna veirusýkingu í allt tannholdið og það þurfi sennilega að rífa allt stellið úr. Aldeilis sem hann hefur örugglega verið feginn að losna við mig í Breiðholtið. 

Ómáluð og úr fókus. 

Nei, ég var ekki mígandi full hérna á afmælisdaginn og síðasta dag páska. Ég var að gera einhverja tilraun til þess að hafa augun svona hálflokuð og seiðandi. Vel heppnuð tilraun augljóslega.

Svona eftir á að hyggja hefði eyelinerinn ofan á augunum alveg mátt missa sig. Hann er eiginlega of mikið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál