Er hægt að eyða hrukkum í kringum munninn?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá Dea Medica svarar spurningum lesenda.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá Dea Medica svarar spurningum lesenda. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð út í hrukkur í kringum munninn. 

Sæl Þórdís.

Ég er 36 ára og með of mikið af hrukkum í kringum munninn sem ég er mjög meðvituð um og hugsa um 24/7 og fær mig til að horfa eins lítið í spegilinn og mögulega er hægt þar sem spegilmyndin fer alveg með mig, hvað er besta leiðin til að eyða slíkum hrukkum? Ég væri virkilega þakklát fyrir ráðleggingar í málinu.

Fyrirfram þakkir og kveðja.

Ein að kafna úr áhyggjum og þarf virkilega svör

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Hrukkur í kringum munninn eru algengar og koma misfljótt. Koma fyrr og verða oft mjög djúpar hjá fólki sem reykir. Við konur pirrum okkur frekar á þessu því við notum jú varaliti sem renna stundum í þessar leiðindahrukkur! Með því að setja fylliefni á mörkin á rauðu og hvítu vörinni getur það komið í veg fyrir að varaliturinn renni í hrukkuna. Ef fylliefni er sprautað í margar litlar hrukkur á efri vör, sem vissulega stundum er gert, þá finnst mér það oft gera konur ellilegri í kringum munninn! Það þykkir hvítu vörina og þó að hrukkurnar verði síður sýnilegar er það mín skoðun að það sé ellilegra. Ég sprauta bara í stakar hrukkur á vörinni. Til að þessar „elskur“ hverfi varanlega þarf að nota aðrar aðferðir, s.s. leysi eða húðslípun. Þá er ysta lag húðarinnar í raun fjarlægt og hún látin endurnýja sig. Það þarf að gefa sér góðan tíma til þess að jafna sig eftir slíka meðferð. Ef þú reykir þá er besta leiðin til að tefja frekari hrukkumyndun að hætta!

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál