Er hægt að fjarlægja ör eftir sjálfsskaða?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í ör eftir sjálfsskaða:

Sæl Þórdís.

Ég er með mörg hvít ör (ekki upphleypt) eftir sjálfsskaða (10-15 ára gömul ör). Þau eru á áberandi stað og há mér mikið í dag. Er eitthvað hægt að gera með svona gömul ör til að laga þau/gera þau minna sýnileg?

Með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þér líður vonandi betur í dag en fyrir 10-15 árum. Þú ert væntanlega að tala um ör við úlnliðinn. Það fer allt eftir því hvað þessi ör ná yfir stóran hluta af framhandleggnum hvort hægt sé að gera eitthvað til þess að gera þau minna sýnileg. Ef svæðið sem örin eru á er ekki breitt er oftast hægt að minnka það með því að gera nýtt ör í miðjunni og með endurteknum aðgerðum stundum fjarlægja það alveg. Stundum er hægt að koma sk. vefþenslupokum fyrir undir aðlægri heilbrigðri húð og þenja hana síðan smám saman út. Búa þannig til nýja húð sem getur síðan hulið örasvæðið þegar það er fjarlægt. Sumir hafa brugðið á það ráð að vera með áberandi armbönd um úlnliðinn en það þekkir þú eflaust nú þegar. Best væri ef hægt væri að ná til stelpna (þær virðast skaða sig oftar en strákarnir) sem eru að hugsa um að byrja að skaða sig og koma í veg fyrir það.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál