Kynþokkann þrýtur um 39 ára

Sigmundur Davíð forsætisráðherra, er 39 ára gamall.
Sigmundur Davíð forsætisráðherra, er 39 ára gamall. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmenn byrja að vera ósýnilegir fyrir yngri konum er þeir eru 39 ára gamlir, eða jafngamlir þeim Sigmundi Davíð, David Beckham og Leonardo Dicaprio. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunar þá líta dömurnar þá frekar á þá sem föðurímyndir en kyntákn er þeir ná þessum aldri. 

Augljósasta merkið um þessar breytingar er þegar karlmaðurinn upplifir að konur horfa ekki lengur á þá er þeir eru úti á lífinu.

Önnur merki sem benda til þess að þú sért orðinn „hinn ósýnilegi maður“ er þegar gráu hárin spretta fram og undirhakan stækkar, samkvæmt frétt Daily Mail sem vitnar til könnunar sem gerð var í Manchester á Englandi.

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham var myndaður í bak og fyrir í síðasta mánuði með grá hár í skegginu, en nokkrum dögum eftir að myndirnar höfðu verið birtar voru gráu hárin horfin og vildu margir meina að líklega hefði hann litað á sér skeggið.

Auk Russell Brand og David Beckham eru leikararnir Bradley Cooper og Leonardo DiCaprio einnig 39 ára gamlir.

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Stefán Karl Stefánsson leikari og Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður mega einnig fara vara sig þar sem að þeir eru allir 39 ára gamlir.

Í könnuninni vildu 52 prósent aðspurðra meina að aðdráttarafl karlmanna minnkaði er þeir næðu 39 ára aldri. Ástæðurnar fyrir þessu eru margþættar – en snéru ekki allar að aldrinum einum saman.

Sex af hverjum tíu konum gera ráð fyrir að karlmenn sem eru að nálgast fertugt séu fráteknir og hætta sér ekki út á þá braut að reyna við þá.

54 prósent aðspurðra karlmanna sögðust finna mun eftir að þeir urðu 39 ára; að kvenmenn litu ekki við þeim á börum.

37 prósent sögðu að grá hár gerðu karlmenn ósýnilega. Einnig vildu þátttakendur könnunarinnar meina að undirhaka, þunnt hár og andremma væru allt atriði sem gerðu karlmenn ósýnilega.

„Karlmenn á fertugsaldri eru líklegastir til þess að fara í hárígræðslu. Þú þarft ekki annað en að horfa á Robbie Williams til að sjá það. Hann varð fertugur í febrúar og viðurkenndi þá að hafa farið í hárígræðslu þar sem hann var byrjaður að missa hárið. Hann vildi greinilega ekki verða ósýnilegur,“ er haft eftir fjölmiðlafulltrúa Crown Clinic Manchester, sem lét gera könnunina.

Stefán Karl Stefánsson leikari er 39 ára gamall og er …
Stefán Karl Stefánsson leikari er 39 ára gamall og er því mögulega að detta á ósýnilega tímabilið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham.
Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham. mbl.is/AFP
Ásgeir Kolbeinsson er 39 ára gamall.
Ásgeir Kolbeinsson er 39 ára gamall. mbl.is/Friðrik Tryggvason
Leikarinn og uppistandarinn Russell Brand.
Leikarinn og uppistandarinn Russell Brand. mbl.is/AFP
Leikarinn Leonardo DiCaprio verður fertugur á árinu.
Leikarinn Leonardo DiCaprio verður fertugur á árinu. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál