Elskar að prófa nýjar snyrtivörur

Þórunn Ívarsdóttir er alltaf með bleikan varlit.
Þórunn Ívarsdóttir er alltaf með bleikan varlit. Ljósmynd/Árni Sæberg

Þórunn Ívarsdóttir er 24 ára tísku- og förðunarbloggari en hún er menntuð í fatahönnun frá Fashion Institute of Design & Merchandising í Los Angeles. Þórunn elskar að prófa nýjar snyrtivörur og fjallar vikulega um nýjar vörur í blogginu sínu.

Er einhver ein snyrtivara sem þú getur ekki farið útúr húsi án? „Ég fer aldrei út úr húsi án þess að setja gott rakakrem á húðina og móta aðeins augabrúnirnar.“

Notarðu gloss eða varaliti mikið? „Ég nota varalit á hverjum einasta degi og verður bleikur varalitur lang oftast fyrir valinu.“

Farðaru þig öðruvísi á sumrin heldur en á veturna? „Á sumrin reyni ég að nota léttari farða og meira af BB/CC kremum með sólarvörn.“

Hvað með húðumhirðu? „Húðumhirðan er eins allan ársins hring en húðin fær kannski aðeins meira dekur yfir vetrartímann.“

Hvaða vörur notarðu? „Til að hreinsa húðina nota ég vörurnar úr Silky Purifying línunni frá Sensai. Ég nota Clarins Lotus olíu á vandræða rauða eða þurra bletti (í kringum nef til dæmis) og Sensai rakavatn og rakakrem. Á dögum sem húðin þarf aðeins meira dekur nota ég Sensai Silk Peeling maskann og Josie Maran Argan olíu krem.“

Notarðu eitthvað eitt snyrtivörumerki frekar en annað? „Mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram í hinum ýmsu merkjum og nota bæði ódýrar og dýrar vörur. En jú auðvitað eru einhver merki í meira uppáhaldi en önnur.“

Hvað finnst þér skipta mestu máli fyrir hraustlegt útlit? „Hreyfing og hollt matarræði er mjög góð byrjun til að líta hraustlega út en það sést á manni þegar maður er búinn að vera að svindla í matarræðinu.“

Hvernig málar þú þig fyrir sérstök tilfelli? „Ég er ekkert sérstaklega góð í að mála mig fyrir sérstök tilefni og notast oftast við hæfileikaríku vinkonur mínar sem eru menntaðir förðunarfræðingar til að redda mér þegar ég er að fara eitthvað fínt.“

Hver er þín uppáhalds kvöldförðun? „Vel skyggt andlit, dökk augu og vel mótaðar augabrúnir finnst mér alltaf flott og klassískt, svo er ég oftast með bleikan varalit.“

Hvernig verður sumarförðunin í ár? „Léttur farði og áberandi finnast mér pastellitir í förðun og sætar eplakinnar en uppáhalds varan mín fyrir kinnar núna er Kiss & Blush frá YSL.“

Silky Purifying línan frá Sensai.
Silky Purifying línan frá Sensai.
Lotus olía frá Clarins.
Lotus olía frá Clarins.
Jose Maran Argan olía.
Jose Maran Argan olía.
Kiss & Blush frá Yves Saint Laurent.
Kiss & Blush frá Yves Saint Laurent.
BB krem frá YSL.
BB krem frá YSL.
Bleikur varalitur frá Bare Minerals. Liturinn heitir Never Say Never.
Bleikur varalitur frá Bare Minerals. Liturinn heitir Never Say Never.
Bleikur MAC varalitur. Liturinn heitir Pink Nouveau.
Bleikur MAC varalitur. Liturinn heitir Pink Nouveau.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál