Ekki ganga of langt í „taninu“

Það er hægt að ganga of langt í taninu.
Það er hægt að ganga of langt í taninu.

Sólarleysið í höfuðborginni hefur verið að gera út af við ákveðinn hóp af borgarbúum. Þessi sami hópur ætti að geta brosað hringinn núna og „tanað“ sig fyrir allan peninginn. Á dögum sem þessum er mikilvægt að muna eftir sólarvörninni og gæta þess að hugsa vel um húðina. Sólin er lúmsk og ef við brennum eða notum ekki sólarvörn verðum við gamlar fyrir aldur fram. Þær sem elska að grilla sig svolítið í góða veðrinu ættu því að passa vel upp á að vera með sólarvarnir við höndina.

Á dögunum fór ég í frí á suðrænar slóðir, sem er nú ekki frásögu færandi þannig séð, nema fyrir þær sakir að ég þurfti að maka á mig sólarvörn fyrir allan peninginn svo húðin myndi losna frá beinunum. Í þessari ferð minni komst ég að því að það dugar ekkert minna en 30 SPF og á tímabili var ég farin að nota 50 SPF. Þessi ofnotkun á sólarvörn kom ekki í veg fyrir að húðin tæki lit.

 

Sensai Cellular Protective Cream for Face (SPF 50) er mjög …
Sensai Cellular Protective Cream for Face (SPF 50) er mjög góoð í andlitið. Það er ekkert mál að nota þessa sólarvörn undir farða og þá virkar hún eins og hálfgerður primer.
Lancôme Soleil Bronzer 30 SPF er frábær fyrir allan líkamann. …
Lancôme Soleil Bronzer 30 SPF er frábær fyrir allan líkamann. Hún er í úðaformi þannig að auðvelt er að bera hana á sig. Auk þess er hún létt.
Lancôme Soleil Bronzer After Sun Milk er afar frískandi eftir …
Lancôme Soleil Bronzer After Sun Milk er afar frískandi eftir sólböð. Rakinn í kreminu bústar upp húðina og mýkir hana.
Biotherm Huile Solaire (SPF 30) er fyrir þær sem vilja …
Biotherm Huile Solaire (SPF 30) er fyrir þær sem vilja ná upp afbragðstani fyrir helgina án þess að skaða húðina. Olían er rakagefandi og framkallar fallegan glans á húðina. Hún klístrast ekki og smýgur vel inn í húðina.
Biotherm Lait Solaire 50 SPF er frábær því hún hylur …
Biotherm Lait Solaire 50 SPF er frábær því hún hylur vel án þess að vera of þung. Ég bar hana ekki bara á líkamann og axlirnar heldur líka í andlitið þegar þess þurfti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál