Á ég að fara til lýtalæknis eða á snyrtistofu?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deu Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvað sé hægt að gera við mikilli hrukkumyndum á efri vörinni.

Sæl Þórdís.

Var að lesa svar þitt við meðferðum í boði fyrir hrukkur á efri vör. 
Reyki ekki og hef aldrei gert svo ekki eru þær ástæðan fyrir mínum hrukkum.
Þú talar um slípun og laser. Er það gert hjá lýtalæknum eða á ég að leita
slíkrar meðferðar á snyrtistofu. Hve lengi er húðin að jafna sig??

Kv, ein í vanda.



Sæl og takk fyrir spurninguna. 


Smáar hrukkur í kinnum er hægt að strekkja á með fyllingum eða andlitslyftingu. Hrukkur á efrivör og höku eru erfiðari viðfangs. Efrivörin verður oft þykk og ekki falleg ef hrukkur þar eru fylltar með fylliefnum. Þetta er sérstaklega ef hrukkurnar eru margar og smáar.

Fylliefni á rétt á sér ef þær eru fáar og djúpar. Húðslípun, laser, sýrur til þess að meðhöndla þessar hrukkur ganga allar út á það sama, þ.e. aðfjarlægja ysta lag húðarinnar. Það er farið misdjúpt ofan í húðina og þ.a.l. hún mislengi að jafna sig. Meðferð þar sem húðin jafnar sig á örfáaum dögum er ekki mjög áhrifamikil og þarf að gera hana endurtekið til þess að sjáanlegur munur verði á hrukkunum. Ef farið er of djúpt með laser, slípun eða sýrum geta komið sár sem tekur langan tíma að gróa með örum í lok gróandans! Kúnstin er að fara hinn gullna meðalveg. Snyrtistofurnar eru margar með sýrur, örfáir laserar eru til á landinu. Það eru bæði lýtalæknar, sumir húðsjúkdómalæknar og snyrtifræðingar sem bjóða upp á meðferðir þessu tendgu.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál