Lokkarnir fuku fyrir konuna

Elma Stefanía Ágústsdóttir lék lokkana fjúka fyrir listina.
Elma Stefanía Ágústsdóttir lék lokkana fjúka fyrir listina.

„Verkið Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason fjallar um Herbjörgu – eða Herru eins og hún er kölluð. Við fáum innsýn inní líf hennar í dag, þar sem hún býr ein í bílskúr og fortíð hennar, sem er hreint út sagt ótrúleg saga lítillar stúlku sem þvældist um Evrópu í seinni heimstyrjöldinni. Ég leik Herru þegar hún er ung og Guðrún S. Gísladóttir leikur hana eldri,“ segir Elma Stefánía Ágústsdóttir leikkona sem lét síðu lokkana fjúka í dag til þess að vera sem líkust Herru þegar hún var ung.

Þegar Elma Stefanía er spurð að því hvort það sé ekki eftirsjá af síða hárinu segir hún svo ekki vera.

„Við klipptum hárið á mér og nei það var nú ekkert mál, hárið síkkar aftur. Hins vegar var mjög áhugavert þegar ég aflitaði á mér augabrúnirnar þegar ég lék Helenu í Draumi á Jónsmessunótt í Nemendaleikhúsinu. Að klippa hárið er nú bara stuð. Allt fyrir listina,“ segir hún og brosir.

Bók Hallgríms Helgasonar vakti mikla athygli þegar hún kom út. Nú er það hinsvegar Una Þorleifsdóttir sem leikstýrir verkinu en í því leika einnig Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Snorri Engilbertsson og Pálmi Gestsson. Verkið verður frumsýnt þann 27. september í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eiginmaður hennar.
Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eiginmaður hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál