Ekki hægt að laga slit með aðgerð

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér fyrir neðan er hún spurð að því hvort hægt sé að laga slit á líkama eftir meðgöngu.

„Ég slitnaði mikið á meðgöngu og ekki bara á maganum heldur á rassi, mjöðmum, innan- og utanverðum lærum, kálfum og alls staðar í kringum kynfærin og eru verstu slitin þar. Það eru liðnir 7 mánuðir frá því ég átti og eru slitin enn jafn slæm og þegar ég átti. Ég geri mér grein fyrir því að ég losna aldrei við þessi slit en þau eigi eftir að dofna með tímanum, en hversu langan tíma tekur það fyrir örin að dofna eins og á maganum og er hægt að fjarlægja þau með einhvers konar laseraðgerð?

 

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Já, slæmu fréttirnar eru þær að slitin hverfa ekki! Góðu fréttirnar eru þær að liturinn dofnar og ætti að verða nær samlita húðinni á einu ári. Það er ekki hægt að fjarlægja þau með laseraðgerð. Oftast er mest af slitum á neðanverðum maga og þau er stundum hægt að fjarlægja með s.k. svuntuaðgerð, færð þá langt ör ofan við lífbeinið og annað umhverfis nafla. Góðu fréttirnar eru þær að það er alls ekki víst að þú slitnir aftur þó að þú eignist annað barn. Ég ráðlegg þér að vera þolinmóð og bíða, liturinn mun dofna. Gott að nota tímann og fara í líkamsþjálfun því þá verður húðin fljótari að jafna sig, ekki eins laus á undirliggjandi vöðvum og þ.a.l. verða slitin minna áberandi.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál