Svona er hin týpíska íslenska kona

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Eygló Gunnþórsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Eygló Gunnþórsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vefsíðan Beautiful Women Pedia fjallar um konur og hvernig týpur þær eru. Eru konur frá ýmsum löndum bornar saman og kannaðir eru sameiginlegir eiginleikar þeirra bæði hvað varðar útlit og lundarfar. 

Á síðunni má finna lýsingu á hinni týpísku íslensku konu og hvað einkennir hana.

Í textanum segir meðal annars að á Íslandi megi finna einar fallegustu ljóshærðu konur heims. Einnig segir að íslenskar konur séu mjög kvenlegar og að bjart sé yfir þeim.

Svona er hinni týpísku íslensku konu lýst:

Flestar íslenskar konur fæðast með blá, grá eða græn augu, flestar eru mjög hávaxnar og hafa ljósa, rjómakennda húð. Þær hugsa vel um útlitið og nota snyrtivörur og klæða sig samkvæmt nýjustu tísku en klæða sig einnig eftir veðri. Íslenskar konur hafa víkingablóð í sér sem gerir þær mjög ástríðufullar að eðlisfari.

Á síðunni kemur fram að íslenskar konur séu mjög vel menntaðar, þær kunni að minnsta kosti þrjú tungumál og hreyfi sig mikið utandyra.

Margar fleiri lýsingar um einkenni hinnar týpísku íslensku konu er að finna á síðunni en greinargerðin endar á því að segja að íslenskar konur séu mjög góður félagsskapur, að menning okkar Íslendinga og mannasiðir séu mjög afslappaðir miðað við annars staðar í Evrópu.

Samkvæmt síðunni eru íslensku konurnar ekki í leit að manni með peninga og hrífast af allskyns karlmönnum svo fremi sem þeir séu gáfaðir og vinnusamir.

Hin týpíska íslenska kona er ekkert að drífa sig í langtímasamband vegna þess hversu sjálfstæð hún er og finnur lítið fyrir pressu frá fjölskyldu eða aðstandendum til að giftast og eignast börn.

Á vefsíðunni má sjá myndir af fyrirsætunum Ásdísi Rán, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Berglindi Ólafsdóttur sem dæmi um fallegar konur.

HÉR er hægt að skoða vefsíðuna betur. 

Ragnhildur Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Geirdal og Berglind Ólafsdóttir.
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Geirdal og Berglind Ólafsdóttir. mbl.is/Golli
Eva María og Ragnhildur Steinunn Jónsdætur.
Eva María og Ragnhildur Steinunn Jónsdætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljósmynd/Pixabay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál