6 mikilvæg ráð fyrir brasilískt vax

mbl.is/AFP

Áður en haldið er í brasilískt vax er mikilvægt að hafa nokkur atriði á hreinu. Þá er til dæmis mikilvægt að vita hversu löng hárin mega vera, hvaða hreinlætis skuli gæta og hvað skuli ekki gera áður eða eftir tímann.

1. Farðu í sturtu áður en þú mætir. Það sýnir starfsmanni snyrtistofunnar tillitssemi ef þú ferð í sturtu áður en þú átt tíma í brasilískt vax.

2. Notaðu þurrkurnar á snyrtistofunni áður en vaxið hefst. Á snyrtistofum má finna hreinsiþurrkur fyrir okkar viðkvæmustu svæði. Viðskiptavinir geta notað þær ef þeir kjósa að gera svo og mæla snyrtifræðingar sterklega með því að þeir geri það. Það sýnir tillitssemi við snyrtifræðinginn.

3. Ekki stunda kynlíf fyrir tímann. Sýndu tillitssemi við snyrtifræðinginn og geymdu kynlífið með makanum þar til eftir tímann.

4. Ekki mæta í brasilískt vax þegar þú ert á blæðingum. Konur eru bæði viðkvæmari og svitna meira þegar þær eru á blæðingum þannig að vaxið mun verða sársaukafyllra fyrir þær sem mæta þegar þær eru að blæðingum. Einnig er möguleiki á því að bandið í túrtappanum flækist fyrir í vaxinu en það gæti endað illa.

5. Hafðu það á hreinu hversu löng hárin þurfa að vera. Áður en þú mætir í brasilískt vax þurfa hárin að hafa náð ákveðinni lengd svo að vaxið virki sem best. Gott er að miða við 1 cm. Ef hárin eru of löng er gott að snyrta þau áður en þú ferð í tímann.

6. Ekki fara í sund eða líkamsrækt eftir tímann. Hársekkirnir eru opnir eftir vaxið og þarf húðin að jafna sig, þess vegna bera snyrtifræðingar oft aloe vera krem eða annað róandi krem á húðina eftir vaxið. Ekki er mælt með því að fara í sund eða líkamsrækt, eða stundum annað þar sem við svitnum mikið, rétt eftir tímann.

Heimild: Huffington Post
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál