Svona áttu ekki að farða þig

Skjáskot af geysivinsælu myndbandi af Youtube.
Skjáskot af geysivinsælu myndbandi af Youtube. youtube.com

Förðunarfræðingurinn Sonia Roselli skrifaði nýverið pistil sem hlaut mikla og verðskuldaða athygli.

Roselli hefur um 20 ára starfsreynslu og er því mikill reynslubolti en hún er orðin dauðþreytt á förðun sem snýst um skyggja og lýsa upp ákveðin svæði andlitsins á ýktan hátt, „highlight and contour“ er það kallað vestanhafs.

Roselli talar um að slík förðun sé fyrir dragdrottningar sem vilja draga úr karlmannlegu andlitsfalli sínu og telur það því ekki henta hinni hefðbundnu konu.

Hin kaldhæðna Roselli er ekkert að skafa af því í pistli sínum og leggur áherslu á mál sitt með að birta myndir og myndbönd sem undirstrika hversu stórfurðuleg förðunartíska þetta er í raun og veru. Pistil Roselli má lesa á heimasíðunni Glossible. Þetta myndband fékk að fljóta með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál