Fimm nýjar leiðir til að nota þurrsjampó

Þurrsjampóin frá Batiste koma í nokkrum mismunandi litum.
Þurrsjampóin frá Batiste koma í nokkrum mismunandi litum.

Þurrsjampó getur bjargað slæmum hárdegi á örskotstundu en það er ekki það eina sem þurrsjampó nýtist í.

Þurrsjampó dregur umfram fitu í sig og gefur hárinu fyllingu en hérna koma fimm aðrar sniðugar leiðir til að nota þurrsjampó.

  1. Losnaðu við óþef: Eru strigaskórnir sveittir og illa lyktandi eftir líkamsræktina? Prófaðu að úða smáþurrsjampói í skóna því það dregur út raka og óþef.

  2. Gegn olíublettum: Þurrsjampó er gert til að draga í sig umfram olíu hvort sem hún er í hárinu eða í fötum. Prófaðu þetta næst þegar þú færð olíublett í fötin.

  3. Fyrir betra grip: Haldast litlu hárspennurnar illa í hárinu? Prófaðu að úða örlitlu þurrsjampói á spennurnar og í lokkana sem eiga að haldast á sínum stað og sjáðu hvað spennurnar grípa miklu betur.

  4. Reddaðu rótinni: Þurrsjampó gefur smálit og þess vegna getur það reddað rótinni í neyð. Lestu vel utan á umbúðirnar því þurrsjampó er hægt að fá í nokkrum mismunandi litum.

  5. Fyrir þykkri augabrúnir: Úðaðu smá þurrsjampói á fingurna og nuddaðu  augabrúnirnar. Þetta gefur þeim aukna þykkt og heldur þeim á sínum stað.

Heimild: Bustle.

Hárspennur haldast betur í hárinu með hjálp þurrsjampós.
Hárspennur haldast betur í hárinu með hjálp þurrsjampós.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál