Þess vegna áttu að hreinsa húðina

Það er nauðsynlegt að þrífa húðina vel fyrir svefninn.
Það er nauðsynlegt að þrífa húðina vel fyrir svefninn. afp

Mengun hefur ótal slæmar afleiðingar á mannslíkamann, meðal annars á húðina, og því er bráðnauðsynlegt að þrífa húðina vandlega eftir daginn.

Mengun inniheldur örsmáar agnir sem setjast ofan í húðholurnar okkar og stífla þær. „Þessi óhreinindi skemma húðina okkar og þær náttúrulegu olíur sem þar leynast en olíurnar eru varnarlag húðarinnar,“ segir snyrtifræðingurinn Denni Gross sem starfar í New York þar sem mengunin er mikil. „Húðin okkar verður berskjölduð  fyrir sindurefnum sem brjóta niður kollagenið í húðinni og meðal annars valda roða og ertingu.“

Joshua Zeichner tekur í sama streng. „Mengun hraðar öldrun húðarinnar og veldur fínum línum, hrukkum og dökkum blettum. Þá getur mengun einnig stuðlað að myndun húðkrabbameins. Húðin nær ekki að byggja sig upp ef hún er óhrein og þess vegna er svona nauðsynlegt að þrífa húðina vel á kvöldin,“ segir Zeichner í viðtali við Harpers Bazaar.

Hreinsiolían frá Bodyshop er æðisleg.
Hreinsiolían frá Bodyshop er æðisleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál