Það er þetta sem gerir okkur falleg

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur.
Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég ætla aðeins að ræða um það hér hvernig við förum að lýsa og fáum þannig þessa „útgeislun“ sem fólk talar um. Útgeislun þýðir í raun að við geislum innan frá og út og það þýðir auðvitað að við þurfum að næra ljósið hið innra. Eftir því sterkara sem það verður þess sterkara náum við að skína. Við megum og eigum að skína. Við höfum öll ljósið, við erum fædd með það, en það eru ákveðnir hlutir sem næra það og ég hef útbúið lista,  „uppskrift“ að góðri næringu,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur í pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. Hér fyrir neðan er listinn hennar Jóhönnu:

  • Hættum að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, hættum að tala illa um okkur sjálf. Tölum þess í stað fallega um það fólk sem okkur langar að tala vel um og um okkur sjálf.
  • Hættum að bregðast  við í vörn eða með reiði, við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10.
  • Ekki viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða við það. Fyrirgefning þýðir ekki að við samþykkjum gjörðir viðkomandi, heldur að við losum okkur frá gjörningnum.  Fyrirgefning í eigin garð er líka mikilvæg og kannski mikilvægust.
  • Hættum að dæma aðra, dómharka er andstæða samhygðar.
  • Viðurkennum bresti okkar og fíknir.  Við finnum allt til að flýja eða deyfa. Komum með ýmsar afsaknir til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi. Andleg tenging getur verið við fólk, við okkur sjálf og við „hið heilaga“ í okkar lífi.
  • Verum heiðarleg – munum að taka okkur sjálf með inní pakkann. Verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum.  Ekki bregðast trúnaðartrausti og ekki ljúga, ekki nota heldur „hvíta” lygi.
  • Komum fram við líkamann sem þjón, nærum hann af nærgætni og tölum fallega við hann. Ekki fylla hann af óhollustu í formi matar, vímuefna, alkóhóls o.s.frv.  Ofneysla efna sem breyta hugarástandi fjarlægja okkur frá hinu heilaga og okkur sjálfum. Frá kjarnanum.
  • Lifum í þakklætishugsun í staðinn fyrir hugsuninni um skort, þökkum það sem við eigum, höfum og gerum lista yfir það,  í stað þess að vera stödd í skortinum.
Jóhanna Magnúsdóttir.
Jóhanna Magnúsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál