Fimm nýjar leiðir til að nota matarsóda

Matarsóda má nota í ýmislegt annað en baksturinn.
Matarsóda má nota í ýmislegt annað en baksturinn.

Í flestum eldhúsum má finna matarsóda þar sem hann er gjarnan notaður í baksturinn en hann má einnig nota í annað en bara matagerð. Hér koma nokkrar nýjar leiðir til að nota matarsóda.

Í baráttunni gegn bólum: Matarsódi virkar vel í baráttunni gegn bólum þegar honum er blandað í örlítið vatn svo úr verði klístruð blanda. Matarsódinn þurrkar upp bólur og dregur úr þrota.

Tannhvíttun: Flest tannkrem innihalda matarsóda þar sem hann hefur hvítnunareiginleika. Blandaðu matarsóda við smá vatn og burstaðu tennurnar upp úr blöndunni, þetta er ódýr leið til að hvítta tennurnar. Varastu þó að nota matarsóda mjög oft á tennurnar því það gæti farið illa með glerunginn.

Gegn andfýlu: Matarsódi eyðir og vinnur gegn óþef. Settu eina teskeið af matarsóda út í hálft vatnsglas og notaðu vatnið svo eins og munnskol.

Mýkri hendur: Blandaðu matarsóda og handsápu saman í lófann og skrúbbaðu hendurnar vandlega. Skolaðu svo hendurnar og berðu á þig handáburð. Matarsódinn skrúbbar burt dauðar húðfrumur og skilur hendurnar eftir silkimjúkar.

Hreinir förðunarburstarnir: Matarsódi leysir upp olíu og fitu og því hentar hann vel til að þrífa förðunarburstana. Blandaðu kúffullri teskeið af matarsóda út í vatnsglas og láttu förðunarburstana liggja í glasinu í um eina mínútu. Skolaðu svo burstana vandlega og láttu þorna.

Heimild: Wmnlife.com

Matarsóda er sniðugt að blanda út í smá vatn og …
Matarsóda er sniðugt að blanda út í smá vatn og bera svo á bólur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál