Fyrirsæta lét frysta fituna

Bresku fyrirsætunni Amy Willerton er annt um útlitið.
Bresku fyrirsætunni Amy Willerton er annt um útlitið. AFP

Fyrirsætan Amy Willerton hefur viðurkennt að hafa gripið til fremur róttækra aðgerða til að losna við nokkur aukakíló sem hún bætti á sig á seinasta ári.

Hin 22 ára Willerton gekkst undir meðferð sem kallast Lipoglaze en þá er fita líkamans fryst. Willerton fannst hún þurfa á þessari meðferð að halda þar sem hún hafði bætt á sig nokkrum kílóum og fékk mikla gagnrýni fyrir.

Willerton birti myndir af sér á Twitter í byrjun árs en nokkrir óprúttnir aðilar uppnefndu hana og gerðu grín að því að hún hefði bætt á sig. Greint er frá þessu á MailOnline.

„Ég fékk nokkrar virkilega andstyggilegar athugasemdir við myndirnar sem ég birti. Ég held að ég hafi aldrei fengið eins neikvæða gagnrýni. Svo heyrði ég um Lipoglaze-aðgerðina,“ útskýrir Willerton sem segir aðgerðina snúast um að frysta fitufrumurnar í líkamanum. „Þessi aðgerð virkaði fyrir vini mína og hún er sársaukalaus svo ég hugsaði með mér að ég ætti að prófa.

Notaði gagnrýnisraddirnar sem hvatningu

Ég stunda líkamsrækt reglulega en stundum er erfitt að ná þessum seinustu aukakílóum af sér,“ segir Wellington sem borgaði um 120 þúsund krónur fyrir aðgerðina.

Ég lét þessar gagnrýnisraddir ekki trufla mig heldur notaði þær sem hvatningu. Í dag er ég í betra formi en nokkru sinni fyrr.“

Amy Willerton
Amy Willerton AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál