Eyðir 190.000 krónum í brúnkuna á mánuði

Skjáskot af DailyMail.co.uk. Hannah Norman þráir að vera með dekkri …
Skjáskot af DailyMail.co.uk. Hannah Norman þráir að vera með dekkri húð. Skjáskot af dailymail.co.uk

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Hannah Norman sé háð brúnkukremi og ljósabekkjum en hún eyðir um 190.000 krónum á mánuði í að viðhalda brúnkunni.

Norman viðurkennir að suma daga fari hún á fjórar mismunandi sólbaðsstofur vegna þess að hún má bara liggja í 15 mínútur í senn í hverjum bekk samkvæmt reglum sem gilda á sólbaðsstofunum sem hún sækir. Norman er tilbúin til að gera allt til að öðlast dökk-gyllta húð en hún eyðir öllum sínum peningum í brúnkukrem og ljósakort. Norman vinnur í fataverslun en eftir vinnudaginn fer hún rakleiðis heim og ber á sig brúnkukrem.

Norman kveðst hafa verið 14 ára þegar hún byrjaði að stunda sólbaðsstofur en lög segja til um að einstaklingar undir 18 ára megi ekki fara í ljós. Norman segist þó aldrei hafa verið beðin um skilríki. Eftir að hún fór í sinn fyrsta ljósatíma varð ekki aftur snúið.

„Ég reyni að fara á þrjá eða fjóra staði á dag til að ná um 40 mínútum, þannig eyk ég líkurnar á að ná lit,“ segir Norman í viðtali sem birtist á Mail Online. „Allir á sólbaðsstofunum þekkja mig. Ég borga í kringum eitt pund (193 krónur) fyrir mínútuna en ég fæ stundum afslátt. Ég ber brúnkukrem á mig um leið og ég vakna. Svo nýti ég matarhléin í vinnunni til að fara í ljós.“

Fær hrós fyrir brúnkuna

Norman segist finna fyrir kvíða um leið og hún hættir að stunda ljósabekki.

„Ef ég sé einhvern úti á götu sem er dekkri en ég finn ég fyrir öfund, ég óska þess að ég væri dekkri. Mér líður betur eftir því sem ég er dekkri. Fólk hrósar mér þegar ég er brún þannig að um leið og ég hætti að fara í ljós finn ég fyrir kvíða og þunglyndi.“

Hanna hefur einu sinni reynt að minnka ljósabekkjanotkun sína en það gekk illa. „Ég reyndi að hætta en ég gat það hreinlega ekki. Brúnkan er hluti af mér.“

Hannah býr heima hjá foreldrum sínum en þarf að borga um 77.000 krónur í leigu á mánuði. „Ég eyði um 190.000 krónum í brúnkuna á mánuði og svo borga ég leigu, þá er ekki mikið eftir af laununum,“ segir Hannah sem er með um 290.000 krónur í laun á mánuði.

Hannah segir fólk stundum uppnefna hana en það truflar hana ekki. „Fólk kallar mig Oompa Loompa en ég elska útlit mitt.“

Fólk yngra en 18 ára ætti ekki að fara í …
Fólk yngra en 18 ára ætti ekki að fara í ljós.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál