Ástæður þess að hár kvenna þynnist

Blake Lively er með þykkt og fallegt hár.
Blake Lively er með þykkt og fallegt hár. AFP

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að hár heilbrigðra kvenna þynnist. Hér koma nokkrar ástæður sem hárgreiðslumaðurinn Vinnie Ferrera sem starfar fyrir Nioxin tók saman fyrir WomansHealthMagazine.

Næringarskortur: „Ef mataræði þitt er ekki að veita þér mikilvæg næringarefni eins og omega-3 fitusýrur, b-vítamín, járn og biotin, þá mun hár þitt gjalda fyrir það,“ segir Ferrera sem mælir með að fólk taki inn fjölvítamín.

Ofnæmi: „Ofnæmi getur valdið því að háræðarnar veikjast og blóðflæði minnkar,“ segir Ferrera. Þetta getur valdið því að hárvöxtur minnkar. Þá er mælt með að leita til læknis til að komast að hvað veldur ofnæminu.

Notkun heitra tóla: Hiti fer illa með hárið, þetta vita flestir. Ferrera mælir með að nota lægstu stillinguna á krullu- og sléttujárnunum og nota góða hitavörn í hárið.

Stíflaðir hársekkir: Hársekkirnir geta stíflast líkt og svitaholurnar að sögn Ferrera. Uppsöfnun olíu og óhreininda veldur þessu og afleiðingarnar eru þunnt hár og lítill hárvöxtur. Ferrera mælir með að nota þar til gerð hreinsi-sjampó reglulega.

Hárvörur sem henta ekki þinni hárgerð: „Öll höfum við ólíkt hár og þess vegna ættum við að kynna okkur þær vörur sem standa til boða og nota þær sem henta okkar hári. Að velja rétt sjampó er afar mikilvægt, það heldur hárinu og hársverðinum í góðu ásigkomulagi,“ segir Ferrera.

Hormónaójafnvægi: Eins og áður sagði þá eru mörg atriði sem geta haft áhrif á útlit og heilbrigði hársins, hormónar eru eitt af þessum atriðum að söng Ferrera. Ferrera segir hár kvenna á breytingaskeiðinu gjarnan þynnast en hann mælir með að fólk leiti til læknis ef það grunar að um hormónaójafnvægi sé að ræða.

Djúphreinsi-sjampó frá Label. m fjarlægir dauðar húðfrumur og uppsafnaða fitu.
Djúphreinsi-sjampó frá Label. m fjarlægir dauðar húðfrumur og uppsafnaða fitu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál