Gwyneth Paltrow er ólm í Clarisonic-húðburstann

Gwyneth Paltrow er afar hrifin af Clarisonic burstanum sínum.
Gwyneth Paltrow er afar hrifin af Clarisonic burstanum sínum. AFP

Clarisonic-húðburstinn hefur náð gríðarlega miklum vinsældum undanfarið. Allir virðast vera ólmir í Clarisonic og fjöldi stórstjarna hefur dásamað Clarisonc-burstann, þar á meðal Courteney Cox, Zoe Saldana, Oprah Winfrey og Gwyneth Paltrow en hún skrifaði um húðburstann á vefsíðu sinni, Goop.com.

„Mia er í fullkominni stærð fyrir ferðalög og hef ég verið heltekin af mínum bursta síðan ég byrjaði að nota hann fyrst. Ég sé gríðarlegan mun á húðinni,“ segir Paltrow meðal annars um Clarisonic.

En hvað er Clarisonic? Clarisonic-húðburstinn er byltingarkenndur húðbursti sem er sagður hreinsa húðina sex sinnum betur en hefðbundin húðhreinsun með höndunum. Clarisonic, sem var stofnað í Seattle í Bandaríkjunum árið 2001 af hópi vísindamanna, hefur notið gríðarlegra  vinsælda alls staðar í heiminum. Burstann er hægt að tímastilla og hreinsar hann húðina á einni mínútu. Bustinn er þannig gerður að smá hár sveiflast til og frá og hreinsar húðina mjög vel þannig að húðkremin virka betur á húðina.

Örnuddið er milt og mælt er með því að nota burstann tvisvar á dag, kvölds og morgna. Burstinn er þá sagður draga úr þurrum blettum, umfram olíu í húðinni og minnka húðholur svo um munar. 

Burstinn er nýlega kominn á markað hérlendis. Hér fyrir neðan sýnir Erna Hrund Hermannsdóttir bloggari á Reykjavík Fashion Journal hvernig nota skal burtann.

Svona lítur Clarisonic-húðburtinn út.
Svona lítur Clarisonic-húðburtinn út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál